Saturday, February 04, 2006

langt om længe :)

Góða kvöldið.
Hvernig væri nú að fara að taka sig saman í rassgatinu og fara að sinna "fjölskylduáhugamálinu" ...blögsíðunni okkar. Stína tengdamamma er nú ekki lítið búin að hlæja að mér að það skuli enn standa 2. í jólum og kominn 4 febrúar :).
Það er búið að vera rosa törn á heimilinu síðasta mánuðinn og liggur vi hjónaskilnaði inni á milli. En það er bara að þrauka og reyna að meika þetta í sameiningu.
Það er erfitt þegar að við erum komin bæði í skóla og börnin þarfnast mömmu og pabba, heimilið þarfnast aðhlynningar, vinirnir þarfnast vina sinna(okkar) og fjölskyldan heima þarfnast okkar líka.
En ég fékk 9 í vörninni og stóð hin prófin með glæsibrag svo að ég er eitt monnt út að eyrum :). Hver segir svo að það sé ómögulegt að vera í skóla með 3 börn??????.
Annars hef ég nú lítið að segja núna. Þetta er nú meira skrifað af skyldurækni.
Jú ég get frætt ykkur á því að við erum að reyna að láta Heklu Maríu hætta á bleyju. Hún stendur sig eins og hetja. Kúkar og pissar í koppinn. Nema hvað að hún fæst engan veginn til að vera í nærbuxum eða bara neinu að neðan. Og hún gengur hér um allt hús og heldur um rassinn á sér !?!?!?!. Það kemur vonandi fljótlega. ætli þetta sé ekki eitthver óöryggistilfinning. Ekki gott ef að daman ætlar að halda um bossann á sér það sem eftir er!!!
Hér er búið að vera gasalega kuldabolalegt síðasta mánuðinn, ég hef alvarlega verið að spá í að kaupa mér síðar nærbuxur, en maður heldur alltaf í vonina að það fari að hitna.
Við fengum hér gesti í heimsókn í gær. Kristínu og Gústa. þau fluttu heim í sumar og eru hér úti í heimsókn núna. Voða gaman að þau skyldu hafa ákveðið að kíkja við til okkar :)
Jæja betra að hætta áður en ég fer að skrifa eitthvað tilgangslaust bull..
Knús knús
Unnur....eyrðalausa í fríinu