Tuesday, November 29, 2005


Smá hluti af jólaföndri helgarinnar þó að þessi hægra meginn sé nú ekki mjög "Jólalegur"!!!

langt om længe!!!

Jæja það er allt eins á þessu blessaða heimili.
Ég þóttist ælta að búa til nýja heimasíðu(ókeypis) og skrifa inn bara lítið á hverjum degi og setja einstaka sinnum inn myndir. Fríða ráðlagði mér þetta og sagði að þetta væri alger snilld. En ó boy ó boy...ekki tekst mér að halda mig við að vera dugleg að skrifa nú frekar en áður.
En betra er sjaldan en aldrei!!!!. En síðan síðast þá er ísskápurinn alger snilld. nú þamba hér allir vatn með klaka hægri vinstri(voða hollt). Ég held að sundhedsbestyrelsen ætti að mæla með amerískum ísskáp á hvert heimili. Björn missti vinstri framtönn í gær og þá er hann búinn að missa 4 stk. Við sitjum hér heima ég og viktor Máni...(hann er veikur)...eins og restin af fjölskyldunni. Jói stynur eins og físibelgur og Björn er uppfullur af hori. Svona er nútíminn í dag. Enginn hefur tíma til að taka sér frí svo að allir fara í skóla nema Ég og viktor Máni, og er það bara því að ég hef lestrardag í dag. Ég sit hér og rembist við það að læra en auminginn litli hann Viktor Máni er svo spjallglaður að ég hef ekki undan að segja:"já", "nei", "sniðugt", "skrítið", "am"....svo lítið verður úr lærdóminum.
Ég er þvílíkt búin að hlakka til að geta sett jólaskratið upp en það stendur eitthvað á því, vegna þess að jólaskratutið er uppi á lofti og þangað þori ég ekki fyrir mitt litla líf!!! Það gætu verið köngulær þar sem bíta mig...oj. Kannski ég nái að blikka Jóa í kvöld.
En eins og ég segi er hér allt brjálað að gera. Björn fer í sund 2x í viku, í kvöld er okkur boðið í mat til Gunna og Þórunnar(fiskibollur...ummmm), á morgun erum við Björn að fara á jólaföndur í Dúsnum hjá Birni. Næstu helgi erum við Jói með matarklúbb(10 manns í mat) og ég er að reyna að hugsa hvað ég á að hafa í matinn á milli lesturs í skólabókunum. Nú næstu vikurnar fram að jólum verðum við 3 í viku alveg til 18:00 í skólanum . Eins gott að það sé ekki of mikið að gera hjá Jóa.
Annars hef ég planað að fara á sunnudaginn og kaupa Jólagjafir sem eiga að sendast til íslands sem verða nú dálítið mikið af skornum skammti þessi jólin. Ég skil ekkert í þessu, það hlýtur eitthver að taka reglulega út af reikningnum okkar...allavega tæmist hann alltaf á nótæm.
Síðustu helgi fórum við fjölskyldan á "basar" í leikskólanum hanns Viktors Mána. Þegar að við komum heim þaðan fórum við í piparkökumaraþon. Við gerðum hús(risastórt) og marga marga poka af piparkökum.
Á sunnudeginum fórum við svo út í skóg að leita að greni og dóti sem nota mætti í jólaföndur. svo fórum við heim til Daða og Iben og sátum þar allan daginn og hugguðum okkur með eplaskífur og gúmmulaði.


Já og ég var næstum búin að gleyma að segja frá foreldrafundinum sem að við Jói fórum á í síðustu viku, varðandi Björn. Hann er simpelthen pottþéttur!!! kennarinn sagði að hann væri langt ofan við meðallag í lestri og skilningi, betri en danirnir eru í sínu eigin máli (þá meina ég lestri), hann tekur aktivt þátt í kennslunni, svarar ef hann veit hvað kennarinn spyr um, vill gjarna lesa upphátt, tekur aldrei þátt í neinum áflogum, á aldrei þátt í neinum skammastrikum. Og er alltaf brosandi og glaður!!!
Er hægt að hafa það betra???? Jú það var eitt sem ekki var svo æðislegt að hann er dálítið lengi að koma sér að verki. En hvað er það á milli vina!!!!


jæja nóg í bili.
knús knús Unnur (mamma í sæluvímu)

Tuesday, November 01, 2005

Gleymdi aðal fréttunum

Ég gleymdi náttúrulega að kjafta aðal fréttum heimilisins.
Björn er sko kominn með kærustu.
Hann fór með gjell í hárinu í skólann í morgun til að sjarmera kærustuna og hún vildi frekar hafa hann eins og hann er vanur (með hárið niður) og þá vildi hann líka hafa það þannig. 'Eg fékk sko ekkert að fikta í því og gera hann töffaralegann þegar að hann kom heim...því að (Gunna vildi hafa það hinsvegin(Gunna er færeysk)).
Svona er þetta...eins gott að maður fari að fara að ræða um bíflugurnar og blóminn við hann ;)
knús
unnur

Lukka dauðans



Það er nú meiri sumarblíðan hér í Dannmörku.
Við erum búin að njóta "Íslensks sumarveðurs" hér í 2 mánuði!!! Danirnir eru farnir að tala um að veðurguðirnir séu að ganga af göflunum.
Hér á heimilinu er syngjandi hamingja...við fengum sendingu frá "Stínu ömmu", sultu,mysing, bjúgu, harðfisk og annað góðgæti um daginn. Og Björn sleikir útum og stríkur bumbuna.
Og ekki nóg með það, haldið þið ekki að jólasveinninn hafi verið að keyra hér heim 1. stk Amerískan ískáp með vatns/klakavél...munar engu að það sé poppvél á græunni og þá er bíókvöldinu reddað og svo kom hann líka með AEG þvottavél og ég hoppa hér um að kæti og spenningi....Hvað haldið þið að hann gefi mér í jólagjöf??
Og svo í vikunni hringdi elskan mín hún Rósa...ég er búin að sakna hennar svo mikið og það var svo yndislegt að heyra í henni. Það er sko mikið búið að gerast síðan að ég heyrði í henni síðast...nú er bara að vera dugleg að hringja á móti...það er áramótamottóið mitt!!!
Jæja en annars hafa ungarnir það fínt. Hekla líkist mér meira og meira held ég...allavega skilst mér það :S. Ef ég æsi mig..þá skrækir hún bara á móti. Mér er gersamlega svarað fullum hálsi!!! Og hana nú!!
smelli hér inn nokkrum myndum...þetta er ekki nokkur frammistaða hjá mér.
túrilú að sinni

Prinsessan

Sundkappinn ógurlegi mánamundurinn okkar.
Ég þarf að fara að taka fleiri nýrri myndir af ungunum.