Tuesday, February 27, 2007
















Jæja það er alltaf sama lífið og fjörið á heimilinu. Það eru ekki margar stundirnar, þar sem að lognmolla ríkir. Ef að Katla María er ekki að kalla á meiri mat, skammast Björn yfir því að fá ekki það sem hann vill, eða við hlaupum hér fram og til baka, skeinandi hina ýmsustu rassa, skiptandi á skítableyjum. Hekla María tekur "stóra systir"















Hlutverkinu mjög alvarlega, eins og gefur að skilja og styður mömmu sína af fullum hug í brjóstagjöfum og strokum á litlu systur. Viktor Máni ætlar að verða kokkur og sinnir því að mikilli alúð að fá að elda hér kvöldmat.



















Ég var að útskýra það fyrir Heklu og Vitkori Mána að þegar að "mamma" borðar sterkan mat, kemur maturinn sem ég borða í mjólkina fyrir litlu systur, og þá fær hún illt í magann. Ef ég borða popp, verður poppbargð af mjólkinni hennar Kötlu Maríu.....
Hekla María kom til mín í gær og sagði mér að Katla María(dúkkan hennar) fær að drekka úr brjóstunum hennar. Og í hennar brjóstum er hægt að fá Mjólk, djús og popp. Hér erum við mæðgur saman að gefa brjóst, ég Kötlu Maríu og Hekla "sinni" Kötlu Maríu :)




















Núverandi "heimasæta" heimilisins.











Svo er það hann Viktor Máni. Hann getur einfaldlega ekki beðið eftir að fara í skóla. Lærir á hverjum einasta degi. Hann er orðinn hundleiður á því að vera á leikskólanum. Spyr alla vikudagana......"mamma hvað þarf ég að fara orft í leikskólann áður en það er frí"????? Greyið, og hann á 1 1/2 vetur eftir. Og svo er maður að verða 5 ára á föstudaginn í næstu viku. Spurning hvort að Sigrún komi með pjakkinn sinn þá.....(hún er altså sett þann 9)
Annars er allt gott að frétta. Mömmuklúbbur í dag, voða huggó. Smakkaði rosalega gott salat. (eins gott að ég á ekki uppskriftina af því.....;))
Snjórinn er að fara....loksins. Ég er búin að vera veðurteppt hér heima í HEILA viku!!!!! Alveg að fríka út.
Ætla nú að reyna að tappa bara úr dekkjunum á barnavagninum á morgun og sjá hvort að ég get komist yfir alla skaflana og kíkt á Aldísi á morgun, áður en ég enda inni á klepp. Ég væri löngu orðin skizo ef að ég byggi á vestjförðunum, eða Grænlandi þar sem að fært er á næstu bæi nokkra mánuði á ári!!!
Jæja maturinn kallar...verð að fóðra litlu dýrin mín og karlinn
Knús Unnur

Wednesday, February 21, 2007

Vetur í Danmark- Vinter i Danmark!!!!

Loksins kom smá snjór. Ég held að stæðsti skaflinn í Danmörku sé í garðinum okkar.

Endelig kom lidt sne. Vi tror at denmarks største snedrive ligger i vores have.

Snjókarlarnir, Björn og Viktor Máni




Vores to snemænd, Björn og Viktor Máni. Der blev gravet snehus, hvor der var meget hyggeligt at ligge og skjule sig fra snestormen :)


Hekla og pabbi ákváðu að láta Kötlu Maríu máta dúkkurúmið. Það fannst Heklu BARA gaman, og varð alveg öskureið þegar að ég dirfðist að taka hana aftur upp úr rúminu.
Hekla og far besluttede at undersøge, om Katla passede til Heklas dukke seng. Det syntes Hekla var helt vildt sjovt og blev RIGTIG sur når jeg tog Katla op af sengen igen, fordi hun syntes, Katla skulle sove der natten over :)
Þetta er aðal hittið þessa dagana, að láta mynda sig þegar að hún stekkur niður af stól. Rosa stuð!!!
Det er Heklas sejeste leg. Hun giver sin far ordre om at tage billeder, når hun hopper ned fra stolen


Hversu sætur getur maður verið!!!
Við fórum til læknisins á mánudaginn var, þar sem daman var viktuð og mæld í bak og fyrir. Hún fékk toppeinkunn. Prinsessan er svo lystug, að hún er búin að þyngjast um 450 gr(orðin 4300 gr) á átta dögum, síðan að hún fæddist. Lengjast um 1 sm (orin 56 sm) og höfuðmálið hefur lengst um 1 sm(orðið 38 sm) svo að ekki er hægt að kvarta yfir lélegri mjólkurframleiðslu Huppu hér á bæ ;)
Denne her smukke dame var til undersøgelse hos lægen i mandags, hvor hun var 8 dage gammel. Hun havde taget 450 gram på og blevet 1 cm længere. Hun fik topkarakter fra lægen, hun havde næsten taget for meget på.Man kan i hvert faldt ikke beklage over at mælkekøen(jeg) ikke producerer mælk nok.


Monday, February 19, 2007

Matartími......Spisetid!!!


Þessi unga dama er s.s komin með nafn (fyrirgefðu Eydís mín ;) )
En hún heitir Katla María......
Vores lille princesse har fået et navn. Det er Katla Maria. (Katla er også et vulkan i Island, lige som Hekla ;) )
Knus og kram kæmpe familien :)

Friday, February 16, 2007


Pabbi fór í búðina og keypti "festelavnsfest" búining handa prinsessunni sinni. Ég held að hann hafi unnið sér inn allavega 15 stig þar!!! Nú er það alltaf "pabbi skeina" "pabbi drekka" "pabbi hjálpa" ;) Það var farið í kjólnum í leikskólann í morgun, eftir að hún var búin að spegla sig fram og aftur til að vera viss um að allt sæti á réttum stað :)

Far købte en festelavns kjole til sin store prinsesse. Der scorede han i hvert fald 15 point :) Hun tog i børnehaven i sin nye prinsessekjole i morges efter at hun havde kigget mange gange i spejlet for at være sikker på at det hele så ud som det skulle :)













Viktor Máni sofnaði með gröfuna sína í fanginu :)

Viktor Mani er meget glad for sin gravemaskine, han faldt i sovn med den i armene :)







































Á leið í fyrsta bíltúrinn

På vej ud i den første køretur









Björn er alveg svakalega ánægður með afrek foreldra sinna og kyssir litlu systur sína allavega 50 sinnum á dag :). Hann er búin að panta eitt í viðbót, en við sjáum nú hvað verður með það.....

Bjørn er rigtig glad for sin lille søster og kysser hende i hvert fald halvtreds gange hver dag. Han har bestillt et søskende mere, det vil tiden vise, om han får sin ønske opfyldt...







Her er jeg i bad for første gang, 5 dage gammel. Det syntes jeg var rigtig hyggeligt hvor jeg nød at ligge i det varme vand :)

Í baði í fyrsta skipti, 5 daga gömul. Greynilegt að hún er ekki búin að gleyma hlýjunni i maganum á mömmu sinni :)



































Monday, February 12, 2007

13. Febrúar

Það hafðist loksins að taka óléttumyndir af frúnni ;). En náðist ekki að ná bumbumyndum (af berri bumbunni) Framtakssemin er svo gífurleg. Það var búið að ákveða að taka rosa flottar, svarthvítar myndir og ég veit ekki hvað og hvað...en þetta varð afraksturinn. Eins og sést er ég ekki með stærstu bumbuna í bænum..... en það komust þó allir þessir sentimetrar og öll þessi grömm, fyrir þarna inni. Reyndar skilst mér að legvatnið hafi verið nánast ekkert sem kom með dömuni í heiminn.





Það er ekki hægt að segja annað en að stóra systirin sé stolt af litlu systir.
'Eg átti svona bleikan galla, alveg eins og snúllan er í, bara í stærð 50 sem er allt of lítið á litlu. Svo ég ákvað að gefa Heklu Maríu hann á "barnið" sitt, en nei það var nú ekki eins og að setja gallann á alvöru barn. Henni finnst dúkkurnar sínar ekkert spennandi lengur...Þær eru ekki lifandi!!!!



Í heimferðarfötunum og í fyrsta skipti með snuð, 2-ja daga gömul. Snuðið tók hún fegins hendi, enda er hún með ansi mikla sogþörf greyið.









Sofnaði leið og hún fékk snuðið í fyrsta skipti










Verið að fara í hrein föt.










Og svo sefur maður bara aðeins meira.....ZZZzzzz











Komin í vögguna sína






Takk, takk kærlega fyrir allar hamingjuóskirnar :)
Allt gengur þetta enn eins og í sögu. prinsessann sefur bara og drekkur, opnar augun í 1-2 mínútur öðru hvoru og svo nennir hún ekki meir og fer að sofa aftur.
Mjólkin er komin og líkist ég Pamelu Anderson, þessar stundirnar :D (maður verður bara hálf feiminn við sjálfan sig ;) ) En svo framalega sem brjóstin eru í nálægð þá er prinsessan hamingjusöm. Fæðingin gekk eins og í sögu, það fjórða er allt öðruvísi en hin, eins og eitthver sagði!!! Mín hraðasta fæðing ind til videre var 24 tímar, en nú var ég 6 tíma og sló öll met :D, slapp við bróderingu og er næstum til í tuskið aftur ;) nei kannski ekki alveg...en ég er næstum búin að gleyma hvað þetta var vont.
Og það merkilegasta við þetta allt saman , er að eins og ég var nú orðin þreytt á rifbeinaverkjum,gillinæð, þreytt og pirruð.....þá sakna ég bumbunnar, og finnst það hræðilegt að ég eigi aldrei eftir að verða ólétt aftur, finna spörkin, vera með lítið barn. Ég hugsa á hverjum degi " pældu í Unnur...þetta er síðasta skipti sem þú ert með 1-2-ja/3-ja daga gamalt barn!!!" Haldið að maður sé klikkaður. Og Jói sagði bara " Óboy óboy...þetta kallar á fimmta barnið!!!"
Jæja en ætla að fara að knúsa snúllunna...ég má ekki missa meira frá henni. (Jói greyið er hálf abbó, hann fær ekkert að njóta hennar ;) )

Knúsur Unnur ungamamma

Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn

Nýkomin í heiminn og á túttuna á mömmu sinni. Uhmmm nammi, saug eins og herforingi frá fyrstu mínútu enda girnilegar túttur. Fæddist 10. febrúar kl. 01:18, 3 tímum eftir komuna niður á fæðingardeild. Unnur stóð sig eins og hetja enda að verða með þeim vanari í bransanum. 3850 grömm og 55 cm, sådan.
Nýkomin og að furða sig á hvað sé að gerast í kringum sig. Er hann virkilega pabbi minn þessi nörd sem að er að taka mynd.
Seinna sama dag kom restin af fjölskyldunni í heimsókn. Allir vildu prófa að halda á litlu systir. Hekla María ægilega ánægð með litlu systir, strákarnir máttu helst ekkert vera að skifta sér af henni.
Björn stóri bróðir með minnstu systir.
Og Viktor Máni prófaði auðvitað líka.
Pabbi að rembast við að klæða mig, dálítið klaufskur enda dottinn úr æfingu. En þetta hafðist nú alveg:)