Wednesday, July 25, 2007

pistill vikunnar :)

Jæja...þá eru veikindin svona næstum gengin yfir :) Katla María og Viktor Máni eru orðin nokkuð hraust. Ég fór reyndar 2 ferðir niður á læknavakt því að ég hélt að þau væru með strepptókokka eins og Hekla María var með vikuna áður en það reyndist ekki vera. Þetta er bara ömurleg helvítis vírushálsbólga, með þvílíkum verkjum alls staðar í kroppnum sérstaklega hálsinum. Ég fékk þetta í byrjun mánaðarinns og nú liggur Jói. Svo er bara að krossa fingur því að Björn er eftir og vonandi sleppur hann, þessi elska :)
Í gær átti krónprinsinn á heimilinu 9 ára afmæli. Dagurinn byrjaði á því að það var haldið morgun afmæli eins og er orðið hefð hér á heimilinu þar sem prinsinn fékk labb-rabb talstöðvar, töffaraboli,DVD disk með "Charlie og chokolade fabrikken", fótbolta og fótboltahannska frá okkur fjölskyldunni ásamt rosa flottum PUMA strigaskóm frá ömmu , afa og Ninnu Ýr.












Að morgunverði og pakka opnun lokinni fór Jói í vinnuna. Um hádegi kom hann heim aftur og við fórum í Júmbóland og buðum Björgvin, vini Björns með :) Þar var rosa stuð.

Það var svo mikið af fólki þar að við stóðum í 1/2 tíma bifröð úti vegna þess að húsið var fullt. það var bara þannig að þegar einn fór út, fékk einn leyfi til að koma inn :S. Loksins þegar að við komumst inn var rosa mökkur af raka og svitafýlu vegna þess að það voru um 250 krakkar að djöflast á fullu, en það var fljótt að venjast og við foreldrarnir fórum að taka þátt í hamaganginum með hinum krökkunum, en við létum það vera að fara úr að ofan eins og ungviðið gerði :) ......Það væri örugglega hægt að nýta þessa varma uppgufun hjá börnum í eitthvað gagnlegt....













En ferðin var vel lukkuð, við vorum þarna í eina 4 tíma og enduðum ferðina á Pizza Hut sveitt og sæl :). Að lokinni pitsu ferðinni fórum við öll heim og horfðum á DVD myndina sem Björn fékk í afmælisgjöf :)

Friday, July 20, 2007

jæja... Þá er Ninna Ýr farin. Það var yndislegt að fá að hafa hana.
Katla María er komin með 2 tennur og er að upplifa fyrstu veikindin sín. Ég byrjaði að gefa henni að borða síðasta sunnudag, sem henni líkaði vægastsagt mjög vel :) Hún kjammsaði á matnum agalega ánægð :) En nú er hún svo slöpp greyið og aum í hálsinum að við erum komin í smá pásu aftur hvað matinn varðar, enda finnst henni svo agalega huggulegt að drekka hjá mömmu sín.

En heimilislífið hefur snúist um að hugsa um lasin börn :S Hekla María byrjaði í síðustu viku á strepptokkum og endaði á 10 daga skammti af penicilini. Nú er hún orðin hraust og farin að hrópa og kalla hér um allt eins og henni er einni lagið og þá löðgust Viktor Máni og Katla María á þriðjudaginn síðasta, bæði með háan hita og tilheyrandi beinverkjum, höfuðverk og særindum í hálsi...GAMAN

Síðustu helgi komu Stebbi og Maja (vinafólk okkar sem býr í DK) í helgarheimsókn og var það mjög gaman, eins og sannir íslendingar var grillað og setið út í garði langt fram á nótt bæði föstudagsnótt og laugardagsnótt. Ég gafst reyndar upp kl 02:30 laugardagsnóttina og leyfði hinum að sjá um skemmtasér. Á laugardeginum var ferðamannahringurinn góði tekinn.....Mårup kirke, skagen og heim aftur. Gunni & Þórunn, Daði og Valur borðuðu með okkur laugardagskvöldið og á sunnudeginum fórum við niður í Hesteskoven og veiddum krabba voða stuð :)

en framhaldið fyrir næstu helgi er að láta börnunum barna og vona að Björn farin nú ekki líka að taka upp á því að verða veikur

Jú og svo á krónprinsinn á heimilinu afmæli á þriðjudaginn. Hann er búinn að eyða morgninum í að skrifa óskalista....svo er bara spurning hvaða óskir rætast af því ;)

knús knús (smelli inn myndum í dag eða á morgun)
tjaó

Sunday, July 08, 2007

Eftirminnilegur dagur.....

Dagurinn í dag hafðist með Tívolíferð stóru krakkanna (en Ninna Ýr litla systir mín er í heimsókn) Við vorum búin að lofa Sommerlandsferð á meðan dvöl hennar hér hjá okkur stæði, en dögunum farið að fækka og við enn að bíða eftir sólinni. Grínlaust..það er búið að rigna og rigna og rigna og rigna. Svo að sommerlandsferðinni var því breytt í tívolíis ferð í staðin. Þau fóru s.s í tívolí í morgun með Jóa á meðan að ég og litlu börnin perluðum sungum og æfðum okkur í að dansa ( það er nú ýmislegt sem að maður leggur á sig :) )

þegar að Jói og krakkarnir komu heim um eitt leitið var næst á dagskrá 3-ja ára afmæli Nóa Þrastar og Sigrúnarsonar. Það afmæli á hann Björn minn nú sennilega seint eftir að gleyma.........

Hann eignaðist þar vin sem að heitir Björn Ísak og voru þeir hinir mestu mátar að spila fótbolta bak við hús (bakgarðurinn á húsinu liggur að rosalegum bakka, snarbröttum niður í gamalt kalknámusvæði sem enginn fer nema fuglinn fljúgandi,allaveg ekki út úr garðinum þeirra) nema hvað að drengjunum tókst að sparka fótboltanum niður í bakkann sem er Njóla og brenninetlu vaxinn alveg efst. þeir félagarnir fara til að hjálpast að að finna boltann í öllum gróðrinum og spá ekkert í umhverfinu.
Ég fór út til að ná í Kötlu Maríu út í vagn og sá í rassinn á þeim og sendi karlana niður að banna þeim að þvælast þarna. Þegar að þá við sögu var komið voru þeir komnir svo langt niður að þeir gátu einungis skriðið og það fyrsta sem karlarnir sáu þegar að þeir líta niður bakkann, voru þeir öskrandi af lífs og sálarkröftum, spólandi upp brekkuna með fullt af brjáluðum geitunum flögrandi í kringum sig. Áfram héllt hamagangurinn og öskrin inn í hús og ég hélt,án gríns að sonur minn væri að deyja, öskrin voru svo rosaleg. Mín fyrsta hugsun.....SHIT hvað gerir maður við brenninetlubruna um alla húð, því að hann var kominn inn á bað að kæla á sér andlitið, eldrauður í framan og öskrandi inn í vatnsbununa og hoppandi á öðrum fæti. Svona gekk þetta í 1-2 mínútur með tilheyrandi sturlun og látum þar til að ég kommst að því að þetta voru geitungar en ekki brenninetlur. Þá var bara að koma barninu úr fötunum.... en nei...það voru stelpur í afmælinu og úr buxunum skyldi hann ekki....ekki fyrir sitt litla líf fyrir framan þær og sína þeim nærbuxurnar. Frekar að láta stinga sig í lappirnar ef flugurnar skyldu leynast innan klæða.
Ég stóð frammi á gangi og var farin að hrópa og kalla að reyna að reka barnið úr fötunum, alveg að skíta í mig sjálf, af hræðslu við þær 3-4 flugur sem fylgdu strákunum inn og þorði ekki að koma nálægt honum. Ef hann nálgaðist mig...bakkaði ég lengra( frekar ömurleg mamma)!!!!!! En allt hafðist þetta nú að lokum þegar að ég hafið vit á því að loka á stelpurnar 3 sem góndu stórum augum á öll lætin. Þá fékkst drengurinn loks úr fötunum og stóð eftir með 3 stungur, 2 í framan og 1 á fætinum.
Dagurinn endaði á því að öll fjölskyldan fór saman í tívolíið og vorum þar til 20:30. Börnin sofnuðu sæl eftir góðan og æfintýralegan dag :)
Og nú ætla ég að líka að sofna :)
knús knús