Sunday, October 07, 2007

Risin upp frá dauðum!!!!...allavega í bili

Já ég er sko á lífi og við öll :)
Dagarnir líða á hraða raketturnar!!! Og mér finnst ég hafa minnst 10 bolta og verkefni í loftinu í einu svo að eitthvernvegin verður þessi blessaða blöggsíða alltaf út undan.

Sumarið er s.s búið hér í Danaveldi, þó að allir tali um að það hafi aldrei komið neitt sumar hingað, enda var það líka ágætt því að mér tókst ekki að verða bikíni fær eins og var áætlað....nú hef ég allan næsta vetur til að reyna að hætta í súkkulaðinu

Fréttapistill og prógram fjölskyldunnar:

Við erum orðin bíllaus ætlum að vera það í vetur. (launaseðlarnir bjóða ekki upp á rekstur á bíl)

Svo erum við að fara í sumarhús með Daða & Iben eftir rúma viku í 5 daga því að það er að koma að haustfríi, sem verður rosalega gaman. Pabbi Iben á sumarhús á sjálandi sem við ætlum að vera í ....og þar sem við erum á 2 jafnfljótum ætlum við að gera eins og hipparnir og taka rútuna þangað...með allt okkar hafurtask!!!

Jói er sennilega á leiðinni til Japan eftir 2 vikur í vinnuferð, svo að ég fæ að prufa hvernig er að vera einstæð móðir í eina viku.

Ekki er hægt að segja annað en að við séum AFAR óheppin með þennann blessaða bíl okkar, þó ágætur sé greyið ...fyrst syðilagðist vélin...og svo í þarsíðustu viku var ég að taka fram úr risa traktor ákvað hann að beygja til vinstri og beygði inn í bílinn minn og eyðilagði alla hægri hliðina á honum...svo að nú eigum við líka ónítan bíl!!!! HELV
Og þar sem að við búum í landi þar sem að allt gengur á hraða snigilsins....fáum við sennilega ekkert að vita frá tryggingafélaginu fyrr en allavega e. mánuð!!!! Ekki það að það sé eitthvað slæmt..við ætluðum jú hvort eð er að vera bíllaus...en HALLÓ. Hvað ef við ætluðum að vera á bílnum???? Það leikur ekki við okkur lánið þessa dagna!!!

En ekkert er svo illt að eitthvað sé líka gott ;)
Ég er að fara í húsmæðraorlof í nóvember með Hrönn og Ollý vinkonu....og trúið mér....MIG HLAKKAR GEÐVEIKT TIL!!!!! Seint að sofa....seint á fætur....engar bleyjur...enginn grenjandi í fótunum á mér....ein á klósettið....AAAAhhhhh....ætli ég kunni að njóta þess....ætli ég verði ekki komin með heimþrá áður en ég kemst til Köben!!!!

Og svo á ég afmæli 6 des....þá verður stelpuhygge.....

Annars er allt gott :) Við erum hamingjusöm....eða allavega ég ;) og Jói líka vona ég!!!

Hekla María er búin að læra að hjóla án hjálpadekkja og finnst hún alger pía...hún er búin að læra að fara sjálf af stað..og bremsa. Daman er farin að fást til að vera í buksum!!!! Ég var send út í búð á föstudaginn til að kaupa buksur. En það kom nú ekki af góðu. Hún er jú svo miki prinsessa að alltaf þegar að ég hef reynt að kaupa buksur í gegnum tíðina vill hún sko EKKI vera í þeim...þó þær séu bleikar og alles....en núna má hún ekki vera í sokkabuksum og pilsi í leikskólanum því að þá þarf hún að fara í kuldagalla utan yfir...og það finnst minni ekki spennandi ..þá sér jú enginn hvað hún er fín. Svo að frekar vill hún vera í buksum en í kuldagallanum ;)
svo ég var voðalega ánægð að geta farið og keypt á dótturina buksur sem hún svo notar!!!

Katla María skríður orðið um allt hús og er hennar vinsælarsti áfangastaður klósettið....Hún er komin með 4 tennur og 2 á leiðinni. Pían er farin að borða mikið af því sem við fljölskyldan borðum...og etur rúbrauð á hverjum degi í hádeginu eins og innfæddur dani. :)

Annars er ekkert stórt af strákunum. þeir stækka bara og dafna eins og þeir eiga að gera. Reyndar er Björninn lasinn í augnablikinu. Hann fór að sjá Shrek 3 í dag með Birni Ísak vini sínum og varð svo lasinn þegar að hann kom heim. Svo að við verðum hér mæðginin á morgun að hugga okkur :)

látum þetta duga í bili....af fréttum...sjáum hvað setur með ritarann hvort að hann standi sig eitthvað betur næstu vikur
knús knús