Thursday, April 27, 2006

timaeydsla

Ja tad er nu blessud blidan....og langt til Husavikur.(eins og eitthverjir sogdu)

Eg er i hadegispasu i vinnunni. Tad komu her a manudaginn 3 stk sjukratjalfaranemar i herbergid okkar her i vinnuni, sem ad verda her i 8 vikur, og gud hvad teim fynnst teir vera fyndnir. Einn tarna er eins og Bjorn er buinn ad vera til margra ara. Eg hef stundum verid ad spa hvort eg eigi ad seja "prump" eda "kuka"....ta springur hann orugglega ur hlatri...hoho. Otrulegt hvad madurinn hlær ad ollum fjandanum. Ein stelpan er norsk,vid eigum svolitid sameginlegt her, badar feimnar og nanast oskyljanlegar...en annars er tetta agætis folk.

I gær kom minn heittelskadi kærasti heim fra skolaferdalagi, drekkhladinn busi fra Tyskalandi, eini gallinn er ad eg tottist vera hætt ad drekka eftir sidustu helgi....ta geymum vid bara tad tar til eg hætti vid at hætta ad drekka. Og svo er nu naudsynlegt ad eiga hvitvin i skapnum tegar ad hun Sigga min kemur :)
Strakarnir a 10 onninni fengu atvinnutilbod fra Danfoss(tad voru sko 6,8 og 10 onn sem foru i skolaferdalagid). 7 eru a 10 onn og utskrifast i sumar, og tad eru 3 lausar stodur......Joa fannst allar stodurnar spennandi, og eg get ekki lært namid mitt i Sønderborg...buhuuu.

Eg eyddi gærkveldinu i ad setja okkar nyja undurfagra, randyra, risastora glæsilega flotta gasgrill saman. Og nu er bara ad finna gaskut og byrja ad grilla a herlegheitunum. Verst hvad helv. gaskutarnir eru dyrir.

Og i lokin.... :)...... Nei tad bolar ekkert a ybudartilbudum.

knus knus, Unnur.

Monday, April 24, 2006

Status vikunnar!!!

Hó hó.
Nú er allt að gerast hér úti hjá okkur....brumið sem loksins kom á trén í síðustu viku er að verða af laufblöðum....svo að nú er sko sumarið að koma...Júbííííí. Þá er bara að fara að maka á sig brúnkukreminu í massavís svo að sólin fari ekki hjá sér þegar að Unnur kemur tiplandi á pínupilsinu með skjannahvítu gegnsæu húðina sína. Ég líki alltaf húðinni á mér saman við medisterpulsurnar sem að sjást í kjötborðiunum hér...þessar hráu....oooj :)

Annars endaði helgin vel hjá okkur. Það var svona surprise partý hjá okkur á laugardagskvöldið. Gunni, Þórunn og Gunni og Sigga grilluðu hjá okkur því að það var svo yndislegt veðrið, og sökum hita rann hvítvínið ótrúlega vel niður og áður en að við vissum af voru hátalararnir komnir út í garð, og við farin að keppast um hver syngi hærra og fallegra...hmmm (ég var með smá móral í gær!!!). Daði frændi kom líka aðeins í heimsókn og við entumst úti í garði til kl 02:30 um nóttina. Skide hyggeligt...eins og Daði segir alltaf.
Fyrir 2 árum hafði hún Iben orð á því að við Íslendingar værum nú dálítið skrítin. Leið og það hættir að frysta á næturnar erum við komin út í garð að grilla og sitjum svo bara þar þó að það sé skítkalt, í lobbunum, með teppi og í útlileigustemmningunni!!!! Henni fannst þetta allavega eitthvað einkennandi við Íslendinga....við hljótum bara að vera svona gasalega mikil náttúrubörn.

Ég gerðist svo svakalega bjartsýn hér um daginn að ég skráði mig á Jóganámskeið, svona byrjendanámskeið. 8 skipti, 1x í viku, þar sem að maður lærir að anda og svona. Þetta er náttúrulega alveg til háborinnar skammar að vera á "tvítugsaldri" og ná ekki einusinni í tærnar á sér!!! Svo er planið að halda áfram í haust þegar að búið er að ná undirstöðuatriðunum. Og ég doflaði hana Siggu, 5 barna, með mér. Ég hef líka heyrt því fleygt að Jói eigi að fá eitthvað pósitíft út úr þessu öllusaman , svo að hann hvetur mig eindregið til að skella mér!!!! ;)

Jæja látum það duga af fjaðrafoki í bili!!!
Feðgarnir eru á sundæfingu, og við mæðgurnar ætlum að malla karrýrækjurétt, ala Gunna í matinn
knús knús og stóóórt kram

Saturday, April 15, 2006

myndasería


Ást eftir 25 ára hjónaband Maður er nú enn ungur í anda!!!!

Þær eru nú svoldið sætar, í öllum stellingum og við öll tækifæri

Þetta er klifurmeistarinn með meiru Hekla María var nú dálítið hrædd við geitina!!

Ninna að koma niður úr rennibrautinni í ZOO Ein fyrir Ollý....hennar ástkæri tjaldvagn....X


Friday, April 14, 2006

Skýrsla síðustu daga

Góða kvöldið :)
Jæja það er nú mikið búið að vera að gerast síðustu daga. Það er búið að vera yndislegt að hafa mömmu og pabba í heimsókn og þau fara því miður á sunnudagsmorgun, svo að við höfum bara morgundaginn saman :(.
Á þriðjudaginn leigðu þau bíl ,ELD gamlan rauðan Dihatsjú Shjareit...ekki með kírauganu en nánast svo gamlan, og það vantaði helminginn af stuðaranum á, og felgurnar voru bara rauðar af riði. Við fórum í rosa bíltúr um Jósku norðurheiðarnar, fórum í Nordsømuseum og á Skagen og þó víðar væri leitað. Við enduðum daginn á því að fara á MC donalds og borða einn sveran með öllu. Við mæðgurnar vorum saman í bíl og karlarnir voru saman á rauðu þrumunni á leiðinni heim. Ég ætlaði sko heldur betur að sýna þeim hvað kvartmílusúbbinn gæti og rauk af stað á undan þeim, stefndi á Hjørring(ruglaði því við Bröndeslev) og ætlaði að vera komin heim langt á undan þeim. Við kommst fljótlega að því að ég var að fara í snarvitlausa átt og við mamma enduðum í allskonar útidúrum, langt úti í sveit, á einbreiðum vegi sem ekki var hægt að mæta bíl á, og Björn var að missa sig og hafði ENGA trú á að við kæmumst heim á endanum. Og á þessu monnti mínu enduðum við heima langt á eftir körlunum . Það er ekki lítið búið að gera grín af því!!! Hmmm. En Dæhastsúinn lifði ferðina af, merkilegt nokk.

Jæja, en næsti dagur, miðvikudagurinn fór í búðaráp og garðtiltekt. Fimmtudagurinn fór í eintóma garðvinnu hjá karlpeningnum, en bakstur og þrif hjá kvennpeningnum, guði sér lof fyrir mömmu og pabba!!!! Garðurinn var gersamlega tekinn í nefið og fínkembdur, farið margar ferðir á ruslahaugana.
Ég hef sjálfsagt gleymt að segja að pabbi og Jói gerðu endanlega út fyrir fleiri tjaldútileigur okkar á rómantíska appelsínugula tjaldvagninum, með því að breyta honum í kerru. APPELSÍNUGULA kerru!!!! Enda hefði tjaldið ekki þolað að nokkur manneskja hefði hrotið inni í því, svo ferlega fúið var það orðið. Gott að mér var ekki boðið með á haugana og ég held að ég leyfi Jóa að sjá um að rúnta með þessa kerru...Þeim fannst ég reyndar eitthvað frekar vanþakklát, þegar að ég gaf í skyn að kerran væri nú ekkert agalega flott á litinn, en ég efast ekki um að sumum finnst hún cool!!!

Í dag var svo farið í Aalborg ZOO í samfloti með Gunna, Þórunni og Björgu. Þrammað þar í 4 tíma, og ég var eiginlega bara búin á því þegar að við komum heim. Á morgun verður ratleikurinn ógurlegi í leit að páskaeggjunum, við ætlum nefnilega að taka smá forskot á páskana og hafa páskadag á morgun , því að við viljum svo gjarna njóta þess með ma & pa og Ninnu :).

Hekla María er nú formlega hætt með bleyju....Júhúúúú...hún er svo dugleg
Við segjum alltaf VÁÁ...DUGLEG STELPA þegar að hún pissar/kúkar í koppinn/klóið, og í morgun þegar að við mæðgurnar fórum saman á klósettið og það fór að koma ssssssssss hljóð hjá mér sagði Hekla María "Vááá mamma....dulee depa!!" og brosti allann hringinn.

Ef að það er eitthvað sem að bræðir foreldra þá er það eitthvað svona!!!!

Jæja þetta er farið að líkjast frekar þurri upptalningu, og ég er farin að þrá bólið mitt. Hér eru allir farnir að sofa og bíða spenntir eftir morgundeginum, þegar að það á að fara í ratleik, og karlarnir EIGA að taka virkann þátt í leikjunum.
Knús knús þar til á morgun eða hinn, set þá inn eitthverjar myndir
Unnur nátthrafn og ílustrá, með meiru!!!!!

Sunday, April 09, 2006

Hahahaha.....

sunnudagur til bumbuútþennslu!!!!

Jæja það er nú búið að vera meiri átdagurinn í dag. Okkur var boðið í STÓR veislu til Fríðu og Ragga til að fagna 1 árs afmæli Huldu Hlífar. Hún er svo gasalega myndó hún fríða að ég missti mig algerlega og át og át, ég held að fíll hefði skammast sín!!!!
En mikið rosalega var nú gaman að vera boðið til þeirra, bara vonandi að það haldist meira samband á milli okkar en hefur verið í gegnum tíðina, alveg eðal fólk :)
Við og þar hitti ég líka hana Eydísi mína. Æ hvað það er alltaf gaman að hitta hana nú og öðvitað alla hina líka.
Við fórum líka í bíltúr í dag, í íslensku veðri. Sól í morgun, rigning undir hádegi, svo kom hundslappadrífa, hagél og svo úrhelli þar á eftir og sól núna undir kvöld, svo að bíltúrinn endaði í því að við brunuðum út í Rebild bakker og voguðum okkur ekki út út bílnum, og heim aftur.
Jói og pabbi eyddu eftirmiddeginum í það að setja nýja dempara í súbbann, og nú líkist hann kvartmílu bíl, því að hann er svo svakalega hár að aftan....þetta er nú svoddan kvartari ;)...bara dálítið bólóttur kvartari!!

Þetta var helst af fréttum dagsins ;)
Kveðja Unnur beylisaðdáandi með meiru!!!!!

Saturday, April 08, 2006





















Jæja hvernig væri nú að fara að hrópa 3x húrra fyrir mér!!!!Bara búin að skrifa 2x á síðustu 3 dögum. Ma og pa eru komin og það er æði :) Rauðvín með matnum og hyggerí fram eftir kvöldi. Börnin eru bara að njóta þess að fá óskipta athygli þeirra, þó að litla systir mín sé nú frekar fúl yfir því að það eru bara til 3 barnastólar í húsinu og hún VERÐUR að sitja á fullorinsstól. Hekla María er búin að einoka mömmu og ég hef ekki þurft að skipta um kúkableyju síðan að þau komu. Viktor Máni er ánægður með Sigga afa á landróvernum og malar stöðugt allann daginn. Pabbi á nú dálítið erfitt með að skilja alltaf hvað hann segir en leggur sig allan fram. Og Björn og Ninna eru sem eitt. Og viti menn...og konur , haldið þið ekki að við höfum bara verið að fá tilboð með póstinum í dag í íbúð á Næssundvej 58 sem nr 2 í röðinni
Við ætlum að bruna þangað uppeftir á morgun og gá hvort að það sé nógu fínn garður við okkar hæfi, og ætli við segjum þá ekki bara já við íbúðinni. Þá erum við komin nær, Daða okkar og Iben, og Eydísi og Björn þarf rétt að fara út úr dyrunum til að komast í skólann. Svo er nú alveg tíbískt ,með okkar heppni að við fáum hana ekki...en þetta kemur allt með seiglunni og þolinmæðinni :)
Jæja rúmið kallar :)
knúsi knúsi rúsi búsi.......

Thursday, April 06, 2006

Ho ho

hæ hæ . Jæja nu situr madur i vinnunni. Ja eg er sko farinn ad vinna sem idjutjalfi....ee...næstu 10 vikurnar. Tetta hljomadi flott i byrjun, en eg er nu bara i praktik a sjukrahusinu her i Aalborg. Mamma og pabbi eru nu i tessum toludu ordum a leidinni til DK ...eitthvernstadar yfir Færeyjum. Jiiii okkur hlakkar svo til. Viktor Mana var reyndar bodid i afmæli i dag svo ad tad verdur span a okkur ad baka pizzu, taka til, sjæna fyrir hin hatignu tegar ad tau koma
kl 18:30 i dag.
Annars er nu miklar breytingar i vændum. Tad er buid ad selja ofan af okkur kofann, svo ad vi verdum ad flytja i sumar. Bara ad vid faum eitthverja ibud. Tad litur allavega ekki mjog bjart ut vardandi ad fa ibud sem er stærri en 80 fm :(
I gær tokum vid hjalparadekkin af "motorhjolinu" hanns Viktors Mana og hann hjolar bara eins og herforingi. Tarf adeins ad læra ad taka af stad.
Tad er ad koma vor hja okku 7,9,13......tad var haglel i gær. En tad er ad byrja ad koma brum a tren. Tad hefur vist ekki verid svo langur vetur i DK i 20 år. brrrrrrr.
Hekla Maria er komin med plass a Rudolf Steiner leikskolanum fra og med 1. agust,sem ad Viktor Mani er lika a..gaman gaman. To ad tad seu nu deildar meiningar um tennan leikskola, ta erum vid anægd tar og ætlum ekki ad fara ad mynda okkur nyja skodun um leikskolann bara aftvi ad tad eru sumir oanægdir.
Bjorn er farinn ad hjola aftur i skolann eftir langt hle, og finnst tad nu dalitid frekt af okkur ad pina hann til tess, en hann kvartar minna og minna med hverjum deginum, svo aldrei ad vita ad tetta hætti. Vid erum alltaf ad reyna ad segja honum hvad tad er mikilvægt ad nota/ hreyfa kroppinn svo ad vødvarnir stækki og madur verdi hraustur, svo ad hann er farinn ad medtaka tad nuna ad hann verdi ad "motionera". Vid erum buin ad gera samning ad næsta vetur verdi hann 1x i viku i sundi og 2x i karate, i stadin fyrir 2x i sundi eins og tad er nuna. Tad verdur ad kenna drengnum ad berja fra ser.
HVernig væri ad fara ad gera eitthvad gafulegt