Sunday, December 17, 2006

Held barasta að íslendingar séu að ganga af göflunum!!!

Halló!!!!

Jæja...ég gat nú ekki setið á mér og tjáð mig tjáð mig aðeins um Íslenska tungu hér!!!!
Ég var að lesa fréttirnar á mbl.is og ég held svei mér þá að Íslendingar séu að verða alveg ruglaðir af því að þurfa að íslenska allan anskotann. Fyrr má nú vera að þurfa að íslenska þau ýmsu orð sem eru notuð í daglegu tali eins og helekopter=þyrla, eða pitsa= flatbaka (getur þó farið út í öfgar hvað orðin eru fáranlega þýdd).
Ég var að lesa frétt í mogganum um götuóeyrðirnar á Nörreport í kaupmannahöfn í gærkveldi, nei ...það er að sjálfsögðu búið að íslenska Nörreport í Norðurbrú!!!! Hvernig í anskotanum á maður að vita hvað er verið að tala um þegar að það er búið að íslenska allann fjandann. Nörreport var nafngetið á sínum tíma Nörrreport og mér finnst það hrein siðleisa að vera að breyta nöfnum.
Svo erum við íslendingar svo ægilega stolt þjóð að þegar að við flytjum erlendis, heitum við sama nafni og við vorum skýrð á íslandi, og verðum hálf móðguð ef að kerfið getur ekki skrifað alla séríslensku stafina okkar, ekki dettur okkur í hug að breyta nöfnunum okkar í erlent heiti þegar að við flytjum erlendis. Nei við erum ÍSLENDINGAR og ekkert annað en ÍSLENDINGAR!!!

Svo sá ég aðra frétt um "flugdólg og konuna hanns". Það er s.s þannig að ef að maður fær sér aðeins of mikið í tánna og lætur illa í flugvéllinni er maður flugdólgur!!!!! Ef að maður stendur í því að selja blíðu kvenna til annarra er maður melludólgur!!!! hver er munurinn??? Í mínum eyrum hljómar flugdólgur frekar illa!!! en kannski er það bara ég :)

Jæja en annars er allt gott að frétta af okkur. Ég er að verða eins og freygáta í laginu, frekar búistin og kjaga eins og skip í ólgusjó þegar að ég geng um. Jólainnkaupin ganga ágætlega fyrir sig nema það er eitthvað frekar erfitt að finna gjöf handa Heklu Maríu,við stöndum alveg á gati.

Ég er á kafi í að skrifa verkefni og verð alveg fram að jólum og planið er að vinna líka milli jóla og nýárs. Gott að Jói verður í fríi milli jóla og nýárs :) Við eigum að skila 5. jan. Svo er vörnin þann 18.

Í gær fórum við að kveðja Daða & Iben, þau eru að flytja til Íslands. það eru allir að verða búnir að yfirgefa okkur héðan. Það er alveg að verða kominn tími á að fara að koma sér heim!!!

Annars gengur vel með ungana. þau bíða rosalega spennt eftir að litla barnið kemur og tala ekki um annað. Björn er búinn að skrifa nissunum bréf og óska eftir að það komi stelpa... :) Hann trúir statt á að þeir uppræti óskina hanns. Við sjáum hvað verður.

Ég var í foreldrasamtali á fimmtudaginn og hann Björn minn er náttúrulega voðalega duglegur. Aldrei neitt vesen með hann & og hann stendur sig vel í lærdóminum. Honum finnst reyndar það versta við skólann er lærdómurinn, frímínúturnar eru besti tíminn. Það eina sem hann mætti kannski bæta sig í er að hann er svo agalega lengi að koma sér í gang. Stundum held ég að það varla renni í honum blóðið, þessari elsku :)

Jæja en jólin eru senn á næsta leiti og við verðum ein í kotinu þessi jólin....

Knús og Gleðileg Jól
Unnur Ósk
Bláuppsprettuvegi 160
9220 Álaborg í limafyrði.