Saturday, December 22, 2007

Jólin nálgast óðfluga...

Hó hó hó....

Hér á heimilinu er sungið, föndrað, lesið og trallað alla daga. Börnin eru að rifna úr spenningi. Jólamúsiíkin glymur hér úr hverju herbergi á kvöldin, og allir eru farnir að syngja með. Jólagjafirnar að verða komnar í hús, allar með tölu fyrir utan það sem er matarkyns.

Jói vinnur og vinnur og vinnur. Og við erum hamigjusöm hér í Danaveldi (allavega þessar vikurnar)

Jólatréð var skreitt hér síðustu helgi og í vikunni fékk það að kenna á því þegar að Vitktor Máni og Hekla María voru að rífast um jólastjörnuna, hvort átti að setja hana á toppinn og búms. Tréð rúllaði á hliðina með tilheyrandi braki og brotnum jólakúlum :) (eftir það fékk ég leyfi til að setja stjöruna sjálf á :)

jæja en hendi hér inn nokkrum myndum af börnunum

Gleðileg jól









Sunday, October 07, 2007

Risin upp frá dauðum!!!!...allavega í bili

Já ég er sko á lífi og við öll :)
Dagarnir líða á hraða raketturnar!!! Og mér finnst ég hafa minnst 10 bolta og verkefni í loftinu í einu svo að eitthvernvegin verður þessi blessaða blöggsíða alltaf út undan.

Sumarið er s.s búið hér í Danaveldi, þó að allir tali um að það hafi aldrei komið neitt sumar hingað, enda var það líka ágætt því að mér tókst ekki að verða bikíni fær eins og var áætlað....nú hef ég allan næsta vetur til að reyna að hætta í súkkulaðinu

Fréttapistill og prógram fjölskyldunnar:

Við erum orðin bíllaus ætlum að vera það í vetur. (launaseðlarnir bjóða ekki upp á rekstur á bíl)

Svo erum við að fara í sumarhús með Daða & Iben eftir rúma viku í 5 daga því að það er að koma að haustfríi, sem verður rosalega gaman. Pabbi Iben á sumarhús á sjálandi sem við ætlum að vera í ....og þar sem við erum á 2 jafnfljótum ætlum við að gera eins og hipparnir og taka rútuna þangað...með allt okkar hafurtask!!!

Jói er sennilega á leiðinni til Japan eftir 2 vikur í vinnuferð, svo að ég fæ að prufa hvernig er að vera einstæð móðir í eina viku.

Ekki er hægt að segja annað en að við séum AFAR óheppin með þennann blessaða bíl okkar, þó ágætur sé greyið ...fyrst syðilagðist vélin...og svo í þarsíðustu viku var ég að taka fram úr risa traktor ákvað hann að beygja til vinstri og beygði inn í bílinn minn og eyðilagði alla hægri hliðina á honum...svo að nú eigum við líka ónítan bíl!!!! HELV
Og þar sem að við búum í landi þar sem að allt gengur á hraða snigilsins....fáum við sennilega ekkert að vita frá tryggingafélaginu fyrr en allavega e. mánuð!!!! Ekki það að það sé eitthvað slæmt..við ætluðum jú hvort eð er að vera bíllaus...en HALLÓ. Hvað ef við ætluðum að vera á bílnum???? Það leikur ekki við okkur lánið þessa dagna!!!

En ekkert er svo illt að eitthvað sé líka gott ;)
Ég er að fara í húsmæðraorlof í nóvember með Hrönn og Ollý vinkonu....og trúið mér....MIG HLAKKAR GEÐVEIKT TIL!!!!! Seint að sofa....seint á fætur....engar bleyjur...enginn grenjandi í fótunum á mér....ein á klósettið....AAAAhhhhh....ætli ég kunni að njóta þess....ætli ég verði ekki komin með heimþrá áður en ég kemst til Köben!!!!

Og svo á ég afmæli 6 des....þá verður stelpuhygge.....

Annars er allt gott :) Við erum hamingjusöm....eða allavega ég ;) og Jói líka vona ég!!!

Hekla María er búin að læra að hjóla án hjálpadekkja og finnst hún alger pía...hún er búin að læra að fara sjálf af stað..og bremsa. Daman er farin að fást til að vera í buksum!!!! Ég var send út í búð á föstudaginn til að kaupa buksur. En það kom nú ekki af góðu. Hún er jú svo miki prinsessa að alltaf þegar að ég hef reynt að kaupa buksur í gegnum tíðina vill hún sko EKKI vera í þeim...þó þær séu bleikar og alles....en núna má hún ekki vera í sokkabuksum og pilsi í leikskólanum því að þá þarf hún að fara í kuldagalla utan yfir...og það finnst minni ekki spennandi ..þá sér jú enginn hvað hún er fín. Svo að frekar vill hún vera í buksum en í kuldagallanum ;)
svo ég var voðalega ánægð að geta farið og keypt á dótturina buksur sem hún svo notar!!!

Katla María skríður orðið um allt hús og er hennar vinsælarsti áfangastaður klósettið....Hún er komin með 4 tennur og 2 á leiðinni. Pían er farin að borða mikið af því sem við fljölskyldan borðum...og etur rúbrauð á hverjum degi í hádeginu eins og innfæddur dani. :)

Annars er ekkert stórt af strákunum. þeir stækka bara og dafna eins og þeir eiga að gera. Reyndar er Björninn lasinn í augnablikinu. Hann fór að sjá Shrek 3 í dag með Birni Ísak vini sínum og varð svo lasinn þegar að hann kom heim. Svo að við verðum hér mæðginin á morgun að hugga okkur :)

látum þetta duga í bili....af fréttum...sjáum hvað setur með ritarann hvort að hann standi sig eitthvað betur næstu vikur
knús knús

Wednesday, July 25, 2007

pistill vikunnar :)

Jæja...þá eru veikindin svona næstum gengin yfir :) Katla María og Viktor Máni eru orðin nokkuð hraust. Ég fór reyndar 2 ferðir niður á læknavakt því að ég hélt að þau væru með strepptókokka eins og Hekla María var með vikuna áður en það reyndist ekki vera. Þetta er bara ömurleg helvítis vírushálsbólga, með þvílíkum verkjum alls staðar í kroppnum sérstaklega hálsinum. Ég fékk þetta í byrjun mánaðarinns og nú liggur Jói. Svo er bara að krossa fingur því að Björn er eftir og vonandi sleppur hann, þessi elska :)
Í gær átti krónprinsinn á heimilinu 9 ára afmæli. Dagurinn byrjaði á því að það var haldið morgun afmæli eins og er orðið hefð hér á heimilinu þar sem prinsinn fékk labb-rabb talstöðvar, töffaraboli,DVD disk með "Charlie og chokolade fabrikken", fótbolta og fótboltahannska frá okkur fjölskyldunni ásamt rosa flottum PUMA strigaskóm frá ömmu , afa og Ninnu Ýr.












Að morgunverði og pakka opnun lokinni fór Jói í vinnuna. Um hádegi kom hann heim aftur og við fórum í Júmbóland og buðum Björgvin, vini Björns með :) Þar var rosa stuð.

Það var svo mikið af fólki þar að við stóðum í 1/2 tíma bifröð úti vegna þess að húsið var fullt. það var bara þannig að þegar einn fór út, fékk einn leyfi til að koma inn :S. Loksins þegar að við komumst inn var rosa mökkur af raka og svitafýlu vegna þess að það voru um 250 krakkar að djöflast á fullu, en það var fljótt að venjast og við foreldrarnir fórum að taka þátt í hamaganginum með hinum krökkunum, en við létum það vera að fara úr að ofan eins og ungviðið gerði :) ......Það væri örugglega hægt að nýta þessa varma uppgufun hjá börnum í eitthvað gagnlegt....













En ferðin var vel lukkuð, við vorum þarna í eina 4 tíma og enduðum ferðina á Pizza Hut sveitt og sæl :). Að lokinni pitsu ferðinni fórum við öll heim og horfðum á DVD myndina sem Björn fékk í afmælisgjöf :)

Friday, July 20, 2007

jæja... Þá er Ninna Ýr farin. Það var yndislegt að fá að hafa hana.
Katla María er komin með 2 tennur og er að upplifa fyrstu veikindin sín. Ég byrjaði að gefa henni að borða síðasta sunnudag, sem henni líkaði vægastsagt mjög vel :) Hún kjammsaði á matnum agalega ánægð :) En nú er hún svo slöpp greyið og aum í hálsinum að við erum komin í smá pásu aftur hvað matinn varðar, enda finnst henni svo agalega huggulegt að drekka hjá mömmu sín.

En heimilislífið hefur snúist um að hugsa um lasin börn :S Hekla María byrjaði í síðustu viku á strepptokkum og endaði á 10 daga skammti af penicilini. Nú er hún orðin hraust og farin að hrópa og kalla hér um allt eins og henni er einni lagið og þá löðgust Viktor Máni og Katla María á þriðjudaginn síðasta, bæði með háan hita og tilheyrandi beinverkjum, höfuðverk og særindum í hálsi...GAMAN

Síðustu helgi komu Stebbi og Maja (vinafólk okkar sem býr í DK) í helgarheimsókn og var það mjög gaman, eins og sannir íslendingar var grillað og setið út í garði langt fram á nótt bæði föstudagsnótt og laugardagsnótt. Ég gafst reyndar upp kl 02:30 laugardagsnóttina og leyfði hinum að sjá um skemmtasér. Á laugardeginum var ferðamannahringurinn góði tekinn.....Mårup kirke, skagen og heim aftur. Gunni & Þórunn, Daði og Valur borðuðu með okkur laugardagskvöldið og á sunnudeginum fórum við niður í Hesteskoven og veiddum krabba voða stuð :)

en framhaldið fyrir næstu helgi er að láta börnunum barna og vona að Björn farin nú ekki líka að taka upp á því að verða veikur

Jú og svo á krónprinsinn á heimilinu afmæli á þriðjudaginn. Hann er búinn að eyða morgninum í að skrifa óskalista....svo er bara spurning hvaða óskir rætast af því ;)

knús knús (smelli inn myndum í dag eða á morgun)
tjaó

Sunday, July 08, 2007

Eftirminnilegur dagur.....

Dagurinn í dag hafðist með Tívolíferð stóru krakkanna (en Ninna Ýr litla systir mín er í heimsókn) Við vorum búin að lofa Sommerlandsferð á meðan dvöl hennar hér hjá okkur stæði, en dögunum farið að fækka og við enn að bíða eftir sólinni. Grínlaust..það er búið að rigna og rigna og rigna og rigna. Svo að sommerlandsferðinni var því breytt í tívolíis ferð í staðin. Þau fóru s.s í tívolí í morgun með Jóa á meðan að ég og litlu börnin perluðum sungum og æfðum okkur í að dansa ( það er nú ýmislegt sem að maður leggur á sig :) )

þegar að Jói og krakkarnir komu heim um eitt leitið var næst á dagskrá 3-ja ára afmæli Nóa Þrastar og Sigrúnarsonar. Það afmæli á hann Björn minn nú sennilega seint eftir að gleyma.........

Hann eignaðist þar vin sem að heitir Björn Ísak og voru þeir hinir mestu mátar að spila fótbolta bak við hús (bakgarðurinn á húsinu liggur að rosalegum bakka, snarbröttum niður í gamalt kalknámusvæði sem enginn fer nema fuglinn fljúgandi,allaveg ekki út úr garðinum þeirra) nema hvað að drengjunum tókst að sparka fótboltanum niður í bakkann sem er Njóla og brenninetlu vaxinn alveg efst. þeir félagarnir fara til að hjálpast að að finna boltann í öllum gróðrinum og spá ekkert í umhverfinu.
Ég fór út til að ná í Kötlu Maríu út í vagn og sá í rassinn á þeim og sendi karlana niður að banna þeim að þvælast þarna. Þegar að þá við sögu var komið voru þeir komnir svo langt niður að þeir gátu einungis skriðið og það fyrsta sem karlarnir sáu þegar að þeir líta niður bakkann, voru þeir öskrandi af lífs og sálarkröftum, spólandi upp brekkuna með fullt af brjáluðum geitunum flögrandi í kringum sig. Áfram héllt hamagangurinn og öskrin inn í hús og ég hélt,án gríns að sonur minn væri að deyja, öskrin voru svo rosaleg. Mín fyrsta hugsun.....SHIT hvað gerir maður við brenninetlubruna um alla húð, því að hann var kominn inn á bað að kæla á sér andlitið, eldrauður í framan og öskrandi inn í vatnsbununa og hoppandi á öðrum fæti. Svona gekk þetta í 1-2 mínútur með tilheyrandi sturlun og látum þar til að ég kommst að því að þetta voru geitungar en ekki brenninetlur. Þá var bara að koma barninu úr fötunum.... en nei...það voru stelpur í afmælinu og úr buxunum skyldi hann ekki....ekki fyrir sitt litla líf fyrir framan þær og sína þeim nærbuxurnar. Frekar að láta stinga sig í lappirnar ef flugurnar skyldu leynast innan klæða.
Ég stóð frammi á gangi og var farin að hrópa og kalla að reyna að reka barnið úr fötunum, alveg að skíta í mig sjálf, af hræðslu við þær 3-4 flugur sem fylgdu strákunum inn og þorði ekki að koma nálægt honum. Ef hann nálgaðist mig...bakkaði ég lengra( frekar ömurleg mamma)!!!!!! En allt hafðist þetta nú að lokum þegar að ég hafið vit á því að loka á stelpurnar 3 sem góndu stórum augum á öll lætin. Þá fékkst drengurinn loks úr fötunum og stóð eftir með 3 stungur, 2 í framan og 1 á fætinum.
Dagurinn endaði á því að öll fjölskyldan fór saman í tívolíið og vorum þar til 20:30. Börnin sofnuðu sæl eftir góðan og æfintýralegan dag :)
Og nú ætla ég að líka að sofna :)
knús knús

Tuesday, May 29, 2007

enn styttist....og stadig bliver det kortere og kortere....

tid indtil vi skal af sted med færgen :).
Lige i ojeblikket sidder jeg og "gemalen" og snakker og organiserer hvad vid skal lave hver dag indtil vi skal om bord. Puha. Det er mange ting. Det har mange hjemfra ringet og spurgt om vi vil være så sød at købe noget her og tage med til Island, da det koster jo alt så meget der oppe
;)
Men vi glæder os meget til at skulle af sted og børnene glæder sig endnu mere. Vi har planer om at købe et 1 GB SD ram kort til vores kamera, fordi vi stopper i Færøerne 1 dag og der skal vi tage bilen og køre runt om øerne. Der skal man jo tage masse af billeder....man kommer jo ikke til Færøerne hver dag ;)
Ellers har vi det fint......alle vokser....det er nærmest at jeg tror Katla Maria har vokseværk...hun vokser så stærkt
Jeg har lovet mig selv fremover at skrive på dansk og på islandsk (en god øvelse for mig)...hihi..
men på hjemmesiden, til højre er der link som henviser ind til vores nye photoalbum. Fremover sætter jeg bare billeder der, da det er meget nemmere :)(det andet tager evigheder!!!!)
ind til næste gang...knuuuus
Unnur

og yfir íslensku :)

...................og nú erum ég og kærastinn minn búin að sitja og skipuleggja hvað á að gera á hverjum degi þangað til við förum til Ísl. úff hvað listinn er langur. þetta krefur mikillar skipulagningar. Og að ekki sé talað um hvað á að fara með...Það er ekkert pláss í bílnum!!!! HJÁLP!!!!!
Svo þurfum við að ákveða hvað á að eta um borð í ferjunni. Ég var að spá í að baka pulsuhorn og snúða...kannski muffins...svo er bara samlokubrauð, eggja og túnfiskssalat....morgunkorn...mjólk, súrmjólk....gos, djús...nammi(kommon, við erum í fíi)...kex...og hafa svo pastasalat eitt kvöldið ,glös,hnífapör, diskar..djúpir/grunnir(tad er vist ekkert svoleidis i bodi i ferjunni)....Ég held ég fái mér bens kálf næst þegar að ég kaupi bíl...
En nú geri ég ráð fyrir að sumir hugsi með sér...hvað með "resturantinn" um borð...NEI...við erum orðnir svo miklir norður Jótar að við borgum ekki 2000 fyrir máltíðina..(pr. mann) og við erum 5!!!! Ég held nú síður...styrki ekki svona okurbúllur!!! Ekki einusinni eina maltid!!!

Við Katla María vorum í mömmuklúbb í sveitinni í dag, agalega huggulegt. Vorum með einkakokk til að elda ofan í okkur alveg dýrindis málsverð :).....tókum myndir af litlu krúttunum sem eru með okkur í mömmuklúbbnum....kíkið í myndaalbúmið...
þreytan kallar.
yfir og út....knús
Unnur stresshaus á leið í "cruse" ferð um Atlantshafið!!!!!

Monday, May 28, 2007

Súbbinn seldur!!!!....buhuuu

Jæja þá eru sko heldur betur kaflaskipti í lífi okkar hér í veldi Dana!!!! SÚBBINN GÓÐI ER SELDUR!!!! (Og fengu færri en vildu ;) )
Við settum inn auglýsingu í fyrradag og í gær hringdi maður og keypti bílinn á 14.000 í gegnum símann án þess að skoða hann!! SÚBBANN MINN!!!!!
Maðurinn kom svo í morgun og náði í kaggann og tjáðu okkur það að hann yrði seldur til Úkraínu....sniff sniff...súbbinn minn. Og svo sagði karlinn einnig að þegar að bíllinn færi út úr landinu, fengi hann um 17.000 af tollinum af honum til baka. Svo bjáninn fær borgað með bílnum.
Mér líður eins og ég hafi verið að selja hluta af sálinni minni. Þessi öndvegis bíll, er búinn að vera hluti af okkur fjölskyldunni í 5 ár. En við getum allavega verið ánægð að hafa keypt hann á 20.000 og seldum hann á 14.000 í dag, 5 árum seinna!!!!! Það eru ekki mikil afföll......

Annars erum við fjölskyldan búin að vera í rólegheitunum um helgina. Ég tók til í garðinumog reytti arfa í matjurtargarðinum, áður en það fór að rigna í gær, sáði grasi og áburði og gerði sitt lítið af hverju.
Svo fórum við á ruslahaugana í gær og ég fann líka þennann öndvegis bast stól, sem að ég tók með heim. (nú gerir Jói bara grín af mér ....."hirði bara allt á ruslahaugunum"....

Nágranni okkar var að detta inn úr dyrunum... mjög fyndinn 7 ára drengur. Hann kemur, parkerar hjólinu, labbar inn , fer úr skónum og veður bara inn.....altså án þess að banka eða nokkurn skapaðann hlut. Eins gott að maður sé ekki á fullu að eðla sig einn daginn....fyrir hann ...hihi


kveðja unnur...vængbrotna

Tuesday, May 22, 2007

Norræna 11 dagar, Ísland 14 dagar....

Jæja það hefur styðst um einn dag í siglingardag...það mætti halda að við séum að fara að sigla um karabíska hafið, tilhlökkunin er svo mikil. Sólgleraugun fara allavega með, þó ég þurfi að vera með lopahúfu og í síðum nærum.
Mamma sendi mér sms í gær...það var alhvít jörð...Brrrr. Við erum á sumardekkjunum og ég neita að fara að setja vetrardekkin undir. Það væri bara dónaskapur að fara að bjóða okkur upp á hálku og snjó í byrjun júní!!!!! -svo er maður með heimþrá, sumarið búið að vera hér með minnst 15 stiga daghita í 5-6 vikur!!!-
Ég er svona aðeins búin að velta fyrir mér hvernig kvöldin verða í Norrænu. að sofa í pínu herbergi með 4 börn, mis málglöð og hávaðasöm. Hún Hekla María hefur sko erft Skriðufells þrýstinginn og talar eins og gjallrhorn sé í gangi. Svo að ég er aðeins búin að vera að hugsa...svæfa stóru börnin fyrst..og svo Kötlu Maríu á eftir....og svo verðum við Jói bara að horfa á sjónvarpið á "lydlös" allt kvöldið..eða bara fara að sofa með börnunum...ætli maður hafi ekki gott af því.

Annars var ég að hugsa áðan.....MÉR VANTAR MYNDIR AF OKKUR JÓA FRÁ BARNÆSKU.....eins og flest allir aðrir foreldrar, gerum við ekki annað en að dást að fegurð barna okkar. Skiljum ekkert í því hvernig við getum búið til svona svakalega falleg og fullkomin börn. Er alveg að vandræðast í því afhverju ég ætla ekki að eiga fleiri börn, þar sem að börnin mín eru svona agalega falleg.....væri synd ef við ekki gæfum heiminum fleiri falleg börn...hihi....
En mér bráðvantar að sjá hvernig frumgerðin (við foreldrarnir) litum út sem börn, svo að við getum hætt að rífast hver er líkur hvoru okkar og hvernig. -ÖMMUR....TAKIÐ ÞETTA TIL YKKAR OG FARIÐ AÐ GRAMSA Í SKÚFFUNUM EFTIR MYNDUM......

Ég fór með Kötlu Maríu til læknisins í dag í sprautu.(3-ja mán). Daman náttúrulega rúllaði þessu upp og sýndi engin viðbrögð við stungunni, talaði bara áfram við lækninn og ekkert mál, enda sannur Íslendingur eins og ég sagði við lækninn....puh...ja ja sagði hann bara og brosti :) En hún er óttalega aum greyið núna. Hún var stungin í hnakkann og það myndaðist smá bólga sem henni er illt í, og þar af leiðandi sefur hún illa því að það er vont að liggja á bólgunni....greyið :o(

Jæja ....Jói hamast hér úti við að sjæna Súbbann fyrir væntanlega kaupanda....fá færri en vilja ;o). hann skipti um tímakeðju í gærkvöldi...nú er hann að laga pústið....um helgina bónaði hann allann bílinn... Hann hefur aldrei dekrað svona við bílinn síðan að við fengum hann!!!
Við Katla María vorum boðnar í morgunbrauð til Aldísar og Balvins Márs í dag (fyrirgefðu Aldís ég er ekki alveg viss um hvor ég eigi að skrifa Márs eða Más..... :S....er enginn íslensku séní..)Ægilega huggulegt.

nú er sóffatími og ég ætla að njóta hanns....með prjónunum mínum (Jóa finnst þetta eins og að búa með 70. kerlingu.....) Börnin farin að hrjóta...nema Hekla María..hún er að dunda sér í rúmminu eins og venjulega...Nú eru náttfötin hennar bíkini buxur með bleikri blúndu og bikíni toppur sem passar á 1 árs.... :S .....ótrúleg skotta!!!!

jæja

Monday, May 21, 2007

Nýtt e-mail........

Já nú erum við enneinusinni búin að skipta um e-mail. Við erum reyndar með hitt virkt, eeeeeeenn gamla talvan er inni í herbergi og ég kveiki aldrei á henni, og þar af leiðandi les ég aldrei póstinn minn.....og við viljum geta opnað póstinn okka hvar sem er í veröldinni...svo að þetta er niðurstaðan!!!! :)
Katla María er búin að fatta að hún getur rúllað sér af bakinu og yfir á magann sjálf og nú er það aðal sportið þessa dagana....nú er hún alltaf á maganum...og finnst það bara frekar leiðinlegt...en samt skal hún rúlla sér!!!!!!!
Er að elda heimalöguð hrossabjúgu, ala Stína og Bergur Þór...og húsið ilmar gersamlega allt af bjúgulykt...hmmmmrrrfff.
knús knús :)

Sunday, May 20, 2007

Tönn nr. 2 farin :)

Jæja nú er litli krúsinmundurinn minn búinn að missa 2 tennur. Sú seinni datt í gær:) Sjæs hvað hann er montinn!!!...og nú fékk pabbi lov til að geyma tönnina svo að tannálfurinn gæti komið í heimsókn í nótt... Vitkor Máni græddi 30 krónur.

Strákarnir voru í rannsóknarferð hér úti í skúr. Það er ástfangið svartþrastarpar búið að byggja sér hreiður undir þakskegginu. Niðurstaðan var að þrestirnir eru enn í byggingarstarfsemi, engin egg eða ungar :(
Ætli það sé ekki verið að rífast um uppröðun á skilveggjum. Hvernig er það annars með fulglana. Ætli það sé eins og með mannfólkið, rifist um hvernig heimilið á að líta út???

Hafið góðann Sunnudag!!

Saturday, May 19, 2007

......og smá varðandi heimferð sem gleymdist :)
....skoooo............ Ef að það eru eitthverjir sem að vilja fá okkur í heimsókn væri gott að fá að vita það í tíma..... Þá getum við skipulagt okkur dálítið hvernig við högum dögunum, þar sem þeir eru ekki svo margir..
við verðum s.s á Íslandi frá 5/6 til og með 21/6.
Fyrsta helgin verður sennilega eytt á Flúðum (nabla alheimsins) Og helgi 2 vorum við að spá í að eyða í RVK...og heimsækja vini í höfuðborginni sem vilja taka á móti okkur :).

Knúsur

Friday, May 18, 2007

Styttist í heimferð :)

það styttist óðfluga í Íslandsferð og við Jói erum komin með spenningshnút í magann, okkur hlakkar svo til að fara í siglinguna með Norrænu. Ég þarf að fara að setjast niður og ákveða hvað á að fara með....það er víst ekki endalaust pláss í strumpastrædóinum, þegar að hann er fullur af strumpum,ásamt því að við tökum auka strump með okkur til DK aftur.
Alveg er ég ekki að þola ástand mitt þessa dagna. Einn daginn vil ég bara flytja heim til Íslands, annann vil ég vera hér í DK þar til ég er búin að læra..... úff hvað ég hringsnýst marga hringi...

Matjurtargaðruinn minn er kominn á fullt skrið svo að ég vona bara að hann lifi Íslandsferðina af.

Viktor Máni og Hekla María fóru til Karenar "ömmu" síðustu helgi og gistu, því að við vorum með matarklúbb. Björn fór með skólanum í "overnatning" og var búinn að hlakka til í margar vikur. Þegar að ég vaknaði á föstudagsmorguninn var hann sjálfur búinn að pakka niður því sem að stóð á listanum, og til í slaginn :) Þegar að við sóttum hann á laugardagsmorguninn, mætti okkur glaður og brosandi sætur strákur, alveg ofsalega ánægður með ferðina.

Viktor Máni missti sína fyrstu tönn á laugardagsmorgninum 12/5 og er hann ennþá með eina tönn sem að er alveg að detta. Hann er alveg ofsalega ánægður með að vera orðinn stór strákur. Honum finnst hann hafa stækkað um allavega 2 ár við að missa tönnina, og er næstum orðinn gjaldgengur til að leika með stóru strákunum. Hann var reyndar svo ánægður með tönnina sína að við máttum ekki geyma hana fyrir hann og áður en dagurinn var yfir, var hann búinn að týna henni sjálfur :( Það hófst mikil sorg, en það bætti allt að í næstu tiltekt fannst tönnin og henni stungið undir koddann, svo að tannálfurinn gæti komið og fengið hana......þó að það væri 5 dögum seinna.....

Það er löng fríhelgi hjá öllum núna. Jói og börnin voru í fríi fimmtudag, föstudag og svo helgina. Í dag erum við á leið í þrítugsafmæli til Björns, dansks vinar okkar.Það verður eitthvað ægilegt húllumhæ ef ég þekki hann rétt :) Við tökum náttúrulega öll börin með eins og okkar er venja.

Katla María heldur áfram að þroskast á fullu. Nú er hún farin að éta á sér hendurnar og tegja sig í hluti sem hanga fyrir ofan hana í leikgrindinni. Hún er reyndar búin að vera fekar erfið við mömmu sína á næturnar síðustu vikuna. Hún er allt í einu farin að vakna 5-7 sinnum yfir nóttina svo að það er ekki skrítið að ég sé krónískt þreytt :(. Svo get ég aldrei hunskast til að leggja mig á daginn þegar að hún sefur.... Annars er hún afskaplega glöð og broshýr stelpa. Ég fór með hana í viktun síðasta þriðjudag, þá 3-ja mánaða...hún var 6800 gr og 66 sm. Er eiginlega bara í sömu hlutföllum og Hekla María stóra systir sín var. Jói kallar Kötlu Maríu fyrir "litlu fitubolluna sína". Hún þrífst allavega vel.

Síðasta laugardag var júróvísjón og Stebbi og Maja komu í heimsókn. Þau eru að flytja til Dannmerkur, aðeins sunnar en við erum eða alla leið til Vejen, sem liggur milli Esbjerg og Kolding. Það var æðislegt að fá þau í heimsókn.....endilga komið sem fyrst aftur :)

Svo voru vinir okkar Daði & Iben að kaupa sér hús hér við endann á götunni, svo það verður æðislegt að hafa þau í nágrenninu. Iben,Malthe og Abeline komu til Álaborgar í síðustu viku, því að Iben var að skrifa undir húsakaupin. Viktor Máni og Malthe léku saman eins og þeir hefðu hist síðast í síðustu viku. Malthe kom hingað og var hjá okkur í 2 daga.
Það var einmitt eftir að Daði & Iben keyptu húsið sitt að ég snérist enn eina ferðina varðandi heimflutning...nú þegar að þau eru að koma og við getum verið saman með vinum okkar hér....ef við flytjum heim...getum við ekki hitt þau, og viktor Máni ekki hitt Malthe vin sinn....hvað með alla dönsku vini okkar...þegar að við flytjum heim, er ekkert víst að við hittum þau nokkurntíma aftur...hvað með...hvað ef...hvað...hvað....OOOHhhhhh hvað þetta er erfitt...!!!hmmmmrffffff...mæli ekki með að flytja svona lengi til útlanda...maður verður allt of rótlaus...er maður meiri íslendingur en dani....(jú að sjálfsögu)...en þetta er bara ansk. erfitt. Við eigum nú orðið heilmikið líf hér!!!!

knúsur & Klemmur Unnur flækjufótur :S

Monday, May 07, 2007

...Dagur eitt hjá Kötlu Maríu í eigin rúmmi :) Við fengum lánaða þessa fínu vöggu hjá honum Sveinbirni Huga, sem Katla María ætlaði að sofa í fystu mánuði æfinnar. Nú er daman að detta í 3-ja mánaða aldurinn og er að sofa í fyrsta skipti í vöggunni....og mér finnst ég vera endanlega að slíta naflastrenginn. Mér líður hræðilega :S. En við hljótum að lifa þetta af :) (Hún hefur alltaf sofið hjá mér í rúmminu...)
Hér er búið að vera þvílíka góða veðrið síðasta mánuðinn. Grænmetið mitt í garðinum er farið að gæjast upp úr jörðinni, svo að fræin hafa greynilega haft það gott, enda er ég búin að standa sveitt við að halda moldinni rakri.

Eins og áður er sagt, er Katla María farin að velta sér frá baki og yfir á magann. Hún er farin að sjúga á sér hendurnar og treður þeim dálítið langt niður í kok, svo að hún stendur á öndinni því hún kúgast svo mikið. Hún er farin að gera mikinn mannamun milli mömmu sinnar og annarra. Í gær var okkur boðið í lambalæri og alles hjá Bjarna og Grétu(mmmm rosalega var það gott) og ég rétti Grétu, Kötlu Maríu því ég þurfti að gera eitthvað. Eftir smá stund varð Katla María alveg brjáluð, því hún fattaði að þetta var ekki mamma, svo Gréta skilaði henni til pabba síns og þá varð hún enn reiðari, þar til ég kom og tók hana....og það var eins og skrúfað væri fyrir krana....(hjá mömmu er hún örugg, og vill því ekkert vera að hætta sér á óöruggar slóðir, aumingja Jói)....
Hún er búin að vera svo pirruð greyið, síðustu daga. Rembist og sperrist í allar áttir þegar að hún liggur á brjóstinu. Sefur í stuttum dúrum. Virðist vera eitthvað vesen í maganum á henni. Vonandi það sé ekki eitthvað sem ég hef borðað.

Það styttist í heimferð. Við erum að deyja úr spenningi. Kagginn er kominn á götuna. Við þurfum "bara" að bogra 750.000 í toll. Við fórum í bíltúr í gær, rosa gaman. Börnin fíla þetta jafn mikið og við fullorðna fólkið svo að við erum hamingjusama fjölskyldan.

Jæja ég er á fullu að setja saman matseðil... Við erum með matarklúbb á föstudaginn.
Ind til næste gang ....Hafið það gott
caput...Unnur ungamamma
P.s er búin að búa til link hér til hægri sem heitir "myndir af okkur" þar sem ég set myndir. (úff...miklu auðveldara en að setja þær inn á síðuna)

Monday, April 30, 2007

Jæja það er nú mikið búið að gerast síðan síðast.....
Tengdamamma kom og var hjá okkur í 2 vikur. Það komu páskar og liðu hjá í garðavinnu og huggulegheitum. Ég setti saman þennan rosalega ratleik, svo að börnin voru að niðurlotum komin eftir 1 1/2 tíma þrautir og hlaup um bæjarhlutann í leit að vísbendingum....( það þýðir ekkert annað en að láta þau brenna fyrir páskaegginu ;) )
Bíllinn er búin að vera að plaga okkur, sérstaklega Jóa síðustu vikur, því að það er ekki gert ráð fyrir því í DK að fólk geri sjálft við bílana sína.... En svo kom pabbi í heimsókn og með honum fylgdi mamma. Alveg óvænt, rosa gaman. Svo að ég er búin að vera að hugga mig með gestum :)
En ég er að DEYJA, mig hlakkar svo til þegar að bíldruslan er komin á götuna og ég endurheimti kærastann minn...greyið hann, hann er orðinn svo þreyttur á þessu.
Vorið er komið ....heldur betur. Það er búið að vera um 20+ í heila viku og spáir því svo langt sem augað eigir. Búin að planta blómum og sá gulrótum, baunum og laukum ásamt kryddjurtum og setja niður kartöflur. svo stend ég og vökva 2-svar á dag til að reyna að halda rakanum í moldinni.
Síðustu helgi var okkur boðið í fermingarveislu há Ólöfu, fermingu hjá Völumaríu og skýrn hjá Balvin Má og svo fermingu hjá Konráð Páli. Úff hvað þetta var allt saman yndislegt og fallegar veislur og að ég tali ekki um fermingarbörnin, komin í sitt fínasta púss eftir margra mánaða undirbúning og spenning -Takk fyrir okkur-
Svo eru stórar fréttir af Kötlu Maríu...HÚN VELTI SÉR Í DAG (ekki einusinni orðin 3-ja mánaða)11 vikna og 2-ja daga!!! Alger pæja.
jæja.....er ekki í skriftarstuði frekar en aðra daga....mér finnst bara best að lesa blöggið hjá öðrum...þar til næst
bæjó

Saturday, March 24, 2007

Heimsókn frá Íslandi



Loksins kom að því að mamma, amma og Ninna komu í heimsókn. Þær komu í heimsókn sunnudagskvöldið 11 mars, 2 dögum eftir afmælið hanns Viktors Mána. Gott var að fá þær í heimsókn, því að straks kl 05 morguninn eftir lögðu Jói og Sigurjón vinur upp í æfintýralega bílakaupa ferð til Þýskalands. Planið var að kaupa strumpastrætó og fyrir valinu varð þessi líka fagri “fjalla Chrysler”. Finnast þeir sjaldan fegurri en akkurat þessi bíll ;)




Ásamt því hvað það var æðislegt að geta setið með kaffi/te bollann og spjalla í rólegheitunum. Ég sakna þess að geta kíkt í kaffi til mömmu og pabba, nú verðum við að fara að koma okkur heim á klakann!!!! Mamma tók við þar sem Jói varð frá að hverfa, taka sig saman og rifja upp gamla daga þegar að hún var í “pakkanum”, vakna kl 06:30 á morgnana, vekja börn, smyrja nesti, gefa þeim að borða, klæða og hossast með Kötlu Maríu um gólfin meðan að ég var að keyra þau í leikskóla/skóla. Ninna fór með Birni í skólann þrisvar og endaði fyrsti skóladagurinn hjá henni e. 1 ½ tíma, því að hún fékk eyrnabólgu greyið og brunað var í flýti til læknisins og fengið penicilin og rótsterkar verkjatöflur, því að aumingja barnið var með mjög svæsna sýkingu og að drepast úr verkjum!!! En eftir að penicilinið fór að virka var hún aftur orðin flennifær í hvað sem er og brölluðu þau mikið saman, bæði innan dyra sem utan. Ömmurnar dekruðu við börnin eins og þær mögulega gátu :)































Það var mikið að gera og maður varð að taka á honum stóra sínum og vera “blæksprutte” eins og heimilis læknirinn minn kallar það og gera marga hluti á sama tíma, eins og myndirnar sýna

















Eftir 3-ja daga inniveru, vorum við konurnar farnar að þyrsta í búðarráp svo að ákveðið var að storma í Bilka að lokinni afhendingu barna. Farið var með langa innkaupalista með það markmið að reyna að vinna þá aðeins niður. Eitthvað mokaðist niður í körfurnar, en lítið saksaðist á listann. Það var oft eitthvað annað en það sem stóð á listanum sem laumaðist ofan í körfuna ;) Búðarferðin endaði ekki nógu vel. Eins og þruma úr heiðskýru lofti byrjaði ég að fá illt í brjóstið og á rúmmum 2 tímum var ég orðin fárveik, með hita, hausverk, beinverki, flögurt og að DREPAST í brjóstinu. Ég var orðin svo veik að ég lá í rúmminu, hringdi í doksa og fékk ávísuðu penicilini og sendi hann Gunna minn út í apotek til að ná í það. Gunni tók nefnilega öllum skyldum Jóa áður en hann fór (ég hef reyndar ekki gert kröfur á “allar” skyldur Jóa...ó boy ó boy.Förum ekki nánar út í þá sálma ) Daginn eftir var ég orðin skárri. Ekki lasin lengur en illt í brjósinu, svo að ég dembdi í mig verkjapillum og var þar með orðin búðarfær aftur.
























Hekla María fékk BLEIKT teppi og púða frá langömmu og varð náttúrulega að sofa með það fyrstu 2 nætrunar :)
Það voru hinir ýmsustu hlutir sem voru brallaðir í fjarveru bóndans.Ég skrapp aðeins í búðina að kaupa millistykki og kom heim drekkhlaðin, þráðlausu internet sýstemi og vefmyndavél, datt alveg óvart ofan í körfuna, svo hann Gunni var kallaður á staðinn og fenginn til að tengja, sem var nú ekkert smá mál. Hann fékk fiskibollur í staðinn ;) Er ekki sagt að leiðin að hjarta mannsins liggi í gegnum magann, ég hlýt allavega að geta fengið hann til að snúast aðeins fyrir mig fyrir smá matarbita, svona þar sem að hanns eiginkona er ekki heima til að elda ofan í hann.

Börnin máluðu, og perluðu alveg í akkorði, amma Unnur saumaði og saumaði og saumaði frá morgni til kvölds með smá pásum milli búðarferða og göngutúra. Annars samdi öllum vel


































Klukkan 9 á föstudagsmorgun kom bóndinn heim eftir 24 tíma vöku og rauk beinustu leið í vinnuna. Hann var dálítið mikið þreyttur þegar að hann kom aftur heim. En ég var AGARLEGA hamingjusöm að fá hann heim, þessa elsku....





Mamma greyið var sennilega hálf búin á því að koma í “frí” og vera svo eins og þeyti tuska um allt hús að redda hinu og þessu. Hún tók þvottinn algerlega á sína arma og var nú farin að hafa orð á því við pabba að þetta væri nú hellings pakki sem við værum með.... en vonandi var það þess virði að vera með okkur :)






Á sunnudeginum var stormað í bíltúr með kerlingarnar...(aðeins að viðra þær ;) ) Fórum við í antikmarkaðinn sem allir gestir eru keyrðir í og sáum við margt sniðugt. Eftir það fórum við í bíltúr um sveitirnar og sáum hin ýmsustu hús og skítakamra. Mömmu varð það á að losa sig við smá fretur, alveg hljóðlaust og lyktarlaust að hún hélt. Ég sat næst bombunni og fussaði og sveijaði í allar áttir, þangað til að það heyrðist í Viktori Mána “mamma...ég finn svona eggjalykt” alveg upp úr þurru (hann hafði ekki fattað að mamma hefði rekið við) . Það lá við fullorðna fólkið hefðum andast í bílnum, við hlógum svo mikið.

Viktor Máni er eins og áður hefur komið fram rosalega ánægður við eldavélina og fékk köku uppskriftarbók í afmælisgjöf frá Karen “ömmu”, svo hann ákvað að baka fyrir okkur “apabrauð” sem var borðað í desert eitt kvöldið.












Annars var voðalega gaman að fá þær mæðgur í heimsókn og mætti heimsóknin hafa verið miklu lengur. Nú tekur bara við viðgerð hjá Jóa á Chryslernum til að frúin geti farið að spóka sig á bílnum. Ég er búin að kaupa mér nýjar gallabuxur og gellusólgleraugu, bíð svo bara eftir bílnum til að geta glennt mig um bæinn ;) Stína kemur á mánudaginn með Þórunni frá Íslandi og ætlar að vera hjá okkur í 2 vikur, fram yfir páska. Rúnar og Rut koma 3 apríl. Læt þetta duga í bili.







-FALLEGU BÖRNIN MÍN-





Systur með sætar tær, hugsa sér að Hekla hafi verið með svona litlar tær bara fyrir rúmmum 3 árum!!!











-SYSTKYNA KÆRLEIKUR-

Friday, March 23, 2007

5 ára afmæli Viktors Mána

Loksins leit sá langþráði 5 ára afmælisdagur Viktors Mána dagsins ljós...Það var búið að spyrja að meðaltali annan hvern dag í 2-3 mánuði hvenær þessi blessaði dagur kæmi, skrifa óskalita, setja saman gestalista, panta köku ....
















...sem að þessu sinni var slöngu kaka
















Dagurinn hófst tímanlega kl 06:00 á því að fjölskyldan fór á fætur við fyrsta hanagal, og rifnir upp pakkar frá fjölskyldunni og ömmu og afa á Flúðum. Að því loknu var sest að morgunverðar snæðingi, sem að þessu sinni var kanilkaka með súkkulaði kremi og hlaupkörlum og ávaxtasafa til að kyngja herlegheitunum niður. Svo var sunginn afmælissöngurinn hástöfum og blásið á kertin 5, og svo var að koma sér af stað í skóla, leikskóla og vinnu. Húsfrúin fór að undir búa afmælisveisluna sjálfa. Viktor valdi spiderman þema, eins og alvöru fimmára töffurum sæmir.
















Kl 13 þrammaði svo Jóhann niður á leikskóla og sótti afmælisbarnið og hluta af gestunum og heim var þrammað og haldið svaka partý. Pakka fékk prinsinn marga og mikið af Legó (sem féll mjög vel í kramið ;) )
















Lukkaðist veislan vel í alla staði og allir héldu heim glaðir í bragði, og að ekki sé talað um afmælisbarnið sem að var ánægt með afmælisdaginn:)