Saturday, December 22, 2007

Jólin nálgast óðfluga...

Hó hó hó....

Hér á heimilinu er sungið, föndrað, lesið og trallað alla daga. Börnin eru að rifna úr spenningi. Jólamúsiíkin glymur hér úr hverju herbergi á kvöldin, og allir eru farnir að syngja með. Jólagjafirnar að verða komnar í hús, allar með tölu fyrir utan það sem er matarkyns.

Jói vinnur og vinnur og vinnur. Og við erum hamigjusöm hér í Danaveldi (allavega þessar vikurnar)

Jólatréð var skreitt hér síðustu helgi og í vikunni fékk það að kenna á því þegar að Vitktor Máni og Hekla María voru að rífast um jólastjörnuna, hvort átti að setja hana á toppinn og búms. Tréð rúllaði á hliðina með tilheyrandi braki og brotnum jólakúlum :) (eftir það fékk ég leyfi til að setja stjöruna sjálf á :)

jæja en hendi hér inn nokkrum myndum af börnunum

Gleðileg jól