Sunday, January 20, 2008

myndir myndir

Ég er ágæt...ég sem hélt að ég væri smá tölvunörd...en ég er búin að komast að því að ég er það sennilega ekki!! Ég setti inn fullt af myndum um daginn....og svo var ég að fatta áðan að ég bjó til nýtt myndaalbúm undir öðru nafni...þessvegna getur enginn séð þær :( Svo ég verð að færa það allt til . OOOhhh.
En hvað um það. Ég er að byrja í praktík á morgun og hlakkar bara heilmikið til að byrja aftur. Þá er heimalífið búið. Rosalega er tíminn fljótur að líða. Jói þarf að fara að spýta í lófana, því að ég er rauðsokka dauðanns, svo að það verður sko ekkert mehe og elsku mamma hér!!!! ég eina uppvöskun , hann eina uppvöskun!!! Og hana nú!!!! nei ég er nú ekki alveg svo slæm, en næstum...hehe

Katla María er farin að taka 2,3,4 skref...lítur á hin börnin hjá dagmömmunni sem svo mikla fyrirmynd!!!

Annars er helgin búin að ganga vel fyrir sig. Við erum búin að vera með fullt hús af gestum báða dagna og Jói fór á árshátíð í vinnunni í gærkvöldi...og náttúrlega var mökum ekki boðið með. Meira kompaníið. Þeir vita ekki af hverju þeir eru að missa af að fá mig ekki með...puh!!!!
Anyhow...þá var gaman hjá honum, en hann kom samt heim kl 10:30 pungurinn sá. Hann hlýtur að vera orðinn svona háður elskunni sinni

jæja ætlaði bara að láta vita af myndaalbúminu....ég verð eitthvað að gera í þessu en það er hér þangað til ég er búin að finna eitthvað út úr þessu

http://picasaweb.google.com/hekla.maria

kveðja Unnur skólastelpa

Sunday, January 13, 2008

Gleðilegt nýtt ár!!!

Þökkum fyrir það gamla :)
Þá er allt jólabrjálæðið búið, mánuðurinn sem einkenndist af áti, eyðslu, og huggi kom í hausinn í á köldum janúarmorgni, með þynnku eyðsluseggsins svo að nú er unnið að því hörðum höndum að tæma frystinn, enda ágætt að herða sultarólina aðeins eftir þetta nammiát!!!! Húsmóðirinn "ég! ...var/er eins og bjúga í of þröngum þörmum þegar ég fer í gallabuxurnar...og með múrara í þokkabót!!! EKKI GOTT

Annars er allt gott af börnunum að frétta, allt að komast í fastar skorður, þrátt fyrir mikil mótmæli að fara í rúmmið og á fætur á morgnana, svona fyrstu vikuna.

Katla María er byrjuð hjá dagmömmu sem heitir Jonna Simonsen og er fínasta kona. Hún er komin með 8 tennur og er farin að segja datt, dudda, mamma og pabbi...ásamt allskonar babli. Hún æfir gönguhæfileikana daglega, en þegar á reynir að fara milli staða hendir hún sér á fjóra fætur enda mikið fljótari að komast þannig á mili staða. Hún er farin að sýna mikla ákveðni við hin systkini sín, sem rífast um að vera bestu vinir hennar og leiðbeina henni, ef að Hekla Maíra kemur nálægt henni öskrar hún og hvæsir á hana, sennilega því hún hefur bitra reynslu ágengrar stórusystur...hihi

Hekla María fékk fínt reiðhjól í jólagjöf og hjólar nú eins og prinsessa um alla Aalborg Öst. Það þarf reyndar að hjálpa henni af stað því að kuldagallinn er svo fyrirferða mikill og hjólið hærra en það gamla ...svo hún er svolítið óörugg..en það lagast :) Annars er lítið af henni að frétta,....nema hún er með afbrigðum stríðin eins og föðurfjölskylda hennar!!! Og notar mikið af frítíma sínum í að gera litlu systur sinni lífið leitt og stríða stóra bróður "tíbískt miðjubarn" í athyglisbaráttu!!!

Vitkor Máni blómstrar þessar vikurnar. Hann er búinn að læra UNO (spil) og spilar og spilar alla daga...enginn friður og hann er bara nokkuð góður, þó að þetta sé f. 8 ára og eldri!!! Enda held ég að hann hafi erft sérgáfur föður síns á talnarsviðinu. Hann er einfaldlega með tölur á heilanum. í dag voru þeir feðgar að fara saman yfir 3x töfluna...og Viktor Máni bæði skildi hugsunina á bak við margföldunina og gat reiknað út það sem pabbi hanns spurði um 3x6,3x7 og svo frv. HANN ER BARA 5, að verða 6!!!!

Björn er hægt og rólega að breytast í ungling...ekki enn farinn að taka hormónaskapsveiflur, en hann er farin að spá í fatnaði, hárgreiðslu, spilar á "ósýnilegan" gítar allann daginn og gaular "smoke on the water" á meðan. Farið að verða dálítið þreytt hjá okkur foreldrunum, en honum finnst hann sjálfur endalaust "TÖFF" Haha... Dagarnir ganga s.s út á að reyna að takast að gera "ollý" á hjólabrettinu og spila á gítarinn og nostra við GSM símann sinn!!!!

Jói er enn sá hinn sami við sig, vinnur í móbil bransanum og er bara held ég að meika það!!! Hann er allavega ánægður í vinnunni, góður mórall og hann kemur í 90% tilvika hamingjusamur heim. Hjólar á hverjum degi...sem er 9 km hvora leið, úff úff..vildi að ég væri svona dugleg.

Og ég er að telja mína síðustu daga og tær hér heima sem heimavinnandi húsmóðir. Byrja í 9. vikna praktík e. viku og er með smá í maganum yfir því en það verður allt fínt þegar að ég verð byrjuð. ég er bara búin að vera svo lengi heima að mér finnst ég varla muna hvað iðjuþjálfun er lengur!!!! Annars er ég á fullu að sauma og sauma ....á samuanámskeiði, svo er ég að fara til Karen ömmu á morgun að sauma, annað kvöld á námskeið að sauma dúkkur, saumanámskeið á miðvikudaginn...þetta verður s.s saumavika dauðanns!!! hehe

þangað til næst....
hafið það gott og verið góð við hvort annað. Ef að það er ekki tími til þess núna...hvenær þá???? Aldrei að vita hvað morgundagurinn ber í skaut með sér...

P.s já það er komið út úr bílnum...þeir eru byrjaðir að gera við hann. Ég var dæmd í 100% rétti, AÐ SJÁLFSÖGÐU!!!! enda afbragðs ökumauður. En já það tók þá 3 1/2 mánuð að ákveða sig..og nú er verið að slípa og spasla bílgreyið...Skemmdin var metin á 740 þús ISK...

hilsen..