Monday, December 26, 2005

Annar í jólum!!!!

Hæ hæ vinir og fjölskylda.

Jæja þá er jólabrjálæðið búið. Þetta verður skrítnara og skrítnara með hverju árinu. Maður er hér í heilan mánuð að undirbúa jólin, kaupa jólagjafir, föndra, baka, skreyta, þrífa, segja jólasögur,og ég veit ekki hvað. Þetta árið fórum við Jói út í skóg að leita að greni til að setja í jólaskraut, bjuggum til konfekt, föndruðum, sungum og ég veit ekki hvað og hvað með börnunum. Svo rennur upp aðfangadagur með öllum sínum glæsibrag, börnin að rifna úr spenningi.
Loksins voru pakkarnir svo opnaðir og það gekk svo mikið á að þessu var lokið af á klukkutíma og við gamla settið áttum fullt í fangi að hafa stjórn á því hver gaf hvað á kosnaði hvers og hvenær. Allt hafðist þetta nú og börnin yfir sig ánægð og tala um bestu jól á æfinni( enda þau feitustu fyrir þau ;) ).
Svo kemur jóladagur sem er einkennanlegur hér í DK(hjá íslendingum) að Björn fór ekkert úr náttfötunum yfir daginn, húsbóndinn fór í fötin um fimm leiðið um eftirmiddaginn og frúin hafði það af að "leggja" hárið um kaffileitið svo að við værum nú ekki alveg eins og fuglahræður þegar að Gunni(frændi Jóa) og family kæmu í kvöldmat. Við borðuðum s.s hangiketið saman í gærkveldi og spiluðum svo póker fram til tvö í nótt(mjög huggulegt nema ég tapaði náttúrulega öllu eins og vanalega).

Danskur jóladagur gengur svoleiðis fyrir sig(s.s hjá Dönum) að það eru jólaboð eins og heima þar sem að fjölskyldan hittist og borðar góðan mat og nýtur samvista hvors annars, nema það er smá öðruvísi. Í staðinn fyrir maltölið með matnum, eru snapsar, bjór og léttvín það eina sem gildir á borðum og það endar yfirleitt þannig, skilst mér, að annaðhvort sofnar fólk í partýinu eða það þarf nánast að halda á því heim. Það er það sem Danir kalla "jule familyhygge".

jæja að okkur aftur:
Svo vöknuðum fjölskyldan við í morgun og jólin búin....ég þarf að far að koma mér í lærdóminn en börnin leika sér nú enn með jólagjafirnar, enda ekki að verri kantinum en í okkar fullorðinna hugum eru jólin búin. Þessi mánaðar undirbúiningur, stress og keppni við tíman tók hálfan annan sólarhring að flauta burtu. Þá er bara að bíða eftir ragettudeginum og nýja árinu og prófunum og fara svo að hugsa til þess hvenær byrjar að vora :)

En okkur langar til að nota tækifærið og þakka öllum fyrir gjafirnar og velvilja. Það er sko greinilegt að fólk gleymir okkur ekki svo glatt þarna heima. Og ekki spillir fyrir að ég held að við höfum orðið 5-6 DVD diskum ríkari og 4-5 geisladiskum(eða altså, börnin)

Og ég er svo stolt af honum Birni mínum. Hann fékk legó mótorhjól frá langömmu Unni(sem er fyrir 9-15 ára). Hann sat hér í ALLAN gærdag og setti það saman. Aleinn!!!!! og hann hætti ekki fyrr en hann var búinn. Rosa flott. Ég efast um að ég hefði getað þetta á hanns aldri :) (enda örugglega töluvert mikið óþolinmóðari).
Hekla María fékk allann mömmu útbúnaðinn. Dúkku, dúkkuvagn, rúm, stól, bað og föt á dúkkuna svo eitthvað sé nefnt. Og hún gengur hér um allt hús og huggar dúkkuna og lætur hana lúlla. Hún er mikil mamma í sér.
Viktor Máni fékk Playmó sjóræningjaskip, bíl, bílastæðahús, reiðhjól og hann leikur sér alveg eins og herforingi, kemur mér meira að segja á óvart hvað hann er góður í ýmindunarleikjum. Svo að hér á heimilinu eru allir glaðir og ánægðir, saddir og sælir.
Og enn og aftur.
ÞÚSUND ÞAKKIR FYRIR OKKUR.
kyyyyyyyyyysssssssssss.
Við fjölskyldan, langt i det Syde......

Monday, December 19, 2005

Jólin jólin

Góðann daginn.
Jæja þá fara jólin að nálgast og við hjónaleysin eigum eftir að gera fullt. Hér hrynja inn kassarnir á hverjum degi stútfullir af glaðningi frá Íslandi. Ég held að þetta séu met jól hvað varðar íslenska nammið. Við erum að verða búin að fá 5 kg af nammi...og óboy óboy...húsfreyjan á erfitt með að missa sig ekki í þetta og enda svo í þunglyndi dauðans yfir aukakílóunum.
Hér er enn sama sagan á heimilinu. Allir veikir. Nei ekki kannski alveg. En það eru ALLIR heimilismeðlimir búnir að liggja í flensu og sá síðasti fór í gæslu á mánudag í síðustu viku eftir fjögurra vikna stanslausa törn. Við svakalega ánægð með að þetta væri allt búið. Ó nei vinur. Á miðvikudag varð Viktor aftur veikur, en það varaði bara stutt...því að hann var klár í leikskólann í morgun. En ...enn og aftur nei. Enga bjartsýni. Þá byrjaði hann að æla í nótt, og ætli restin af fjölskyldunni fylgi ekki með.
Jói er búinn með skýrsluna sína í skólanum og á að skila á morgun. Hann er búinn að vera í skólanum ALLA helgina og ég einstæð 3-ja barna móðir. Ég ætla sko aldrei að skilja.....!!!!! EN við börnin höfðum það huggulegt. Við skreyttum jólatréð á laugardaginn ( og ég veit að það er snemmt) það var mjög huggó. Svo horfðum við á Polar express...voða gaman . Björn er þvílíkt að pæla í öllum þessum töfrum og göldum sem er í kringum jólasveininn. Hvernig hann fer að því að komast inn í húsið ef að það er allt í drasli, og hvernig í ósköpunum hann fer að því að halda á öllum þessum gjöfum fyrir öll Íslensku börnin í EINUM poka!!!!
Viktor Máni var mjög krúttlegur í dag því að hann heldur alveg rosalega mikið upp á afa sinn á Flúðum . Hann á nefnilega LANDROVER, bláan!!! Rosa kaggi. Hann er enn að lifa á bíltúrnum síðan síðasta sumar. Og nú tönglast hann á því á hverjum degi að Siggi afi sé besti vinur hanns. Og ekki bætti úr skák að nú fullyrðir hann að hann eigi 2 pabba, það eru Siggi afi og Jói, og Siggi er líka besti vinur hanns. (greyið börnin okkar, hvað eru þau að fara á mis við að búa hér úti í rassagti).......
jæja látum þetta duga í blil.
Knús knús og gleðileg jól.
Unnur

Sunday, December 18, 2005

Thursday, December 08, 2005

baðmyndir 6. desember