Tuesday, January 09, 2007

myndir 2.





Gamlársdagur og strákarnir að æfa James Bond með "hunde propper" ;)














Svo var farið á brennu, sem samanstóð af einu stykki sóffa og 3 vörubrettum, ásamt smá afgangs jólapappír og þvílíku :)




























Og hér er svo fjölskyldan mínus hvalurinn(ég). Árni Arngríms, Arngrímur og Óttar þarna í bakgrunninn.






























Og svo var hámað í sig desert þegar heim var komið og farið í Billjard túrnernigu, og að sjálfsöguðu vann Björn! (ég verð að fara að æfa mig í laumi)



























































































Restin af Jólamyndunum. Hekla María er eins og sést mjög hrifin af sjálfri sér og vill að við tökum mynd af henni í gríð og erg. Hún fékk s.s þetta prinsessu dress í jólagjöf frá strákunum. Þetta var fyrsti pakkinn sem hún opnaði, og með það sama fauk fíni jólakjóllinn út í horn og þessi á og svonleiðis var hún restina af jólunum. Ef hún hefði fengið eins og 3-4 svona kjóladress í jólagjöf og ekkert annað, hefðu þetta verið hennar bestu jól. Hún hefði getað skipt um kjól á hálftíma fresti og fílað sig í ræmur!!!!













Hér eru Strákarnir að bíða eftir að allir séu búnir að setja sig á ráspól fyrir pakkana, og spennan og stemningin að gera útaf við þá. Björn var búinn að koma með allskonar plön um það hvernig við Jói ættum að vaska upp á jóladag, og ekkert að vera að eyða tíma í uppvaskið áður en átti að opna pakkana.



Viktor Máni er kominn með lausa tönn, og hann heldur að hann sé að fara að fermast á næsta ári , svei mér þá. Hann gerir ekki annað en að tala um það þegar að hann fer í skóla, þá ætli hann að læra að lesa. hann er reyndar farinn að sýna stöfunum mikinn áhuga og spáir mikið í það hver á hvaða staf. Hann er svo fyndinn þessa dagana, að við Jói eigum stundum í vandræðum með okkur. Það sem að vellur ekki upp úr honum. Nú er það nýjasta að hann á vin sem að býr í afríku og talar um það á hverjum degi.
Strákarnir fóru í sturtu með pabba sínum í fyrra dag og allt í einu segir Viktor Máni "höhö....pabbi, ég sé tippaskeggið þitt...höhö"
Hann er búinn að búa sér til óskalista fyrir afmælið sitt, sem er 9 mars. Hann spyr á hverjum degi hvað sé langt þangað til hann á afmæli. Hann fékk frá Jóni og Ester Playmó flugvél í jólagjöf, og hanns stæðsta ósk er að eignast allt það aukadót sem er hægt að kaupa við flugvélina. Þ.e flugstöðvarbygging, bílar, töskur, kallar, flugvélaverkstæðið.

Björn er orðinn voðalega duglegur að lesa heima. hann er að taka rosa framförum núna. Hann tók sig til í gær og skrifaði bréf til Björns afa síns sem liggur svo lasinn á sjúkrahúsi. Annars er bara það sama af Birni að frétta.

Hekla María er líka hin sama. Gengur upp í að vera fín, skipta um föt og spá í það hvað hún er mikil pía!!!! Strjúka bumbunni á mömmu sinni og spá í það hvernig hún ætlar að halda á barninu. Hún er sko meðvirk í óléttunni. Ég er ekki einusinni búin að eiga og hún er farin að gefa böngsunum sínum brjóst og pantar auka stól og disk við matarborðið fyrir dúkkurnar!!!! Hvar endar þetta??Ætli hún haldi ekki að þetta verði hennar barn þegar að það kemur, hún er búin að ákveða að barnið á að sofa inni hjá henni!!!

Jói, Björn og Hekla María veðja á að það komi stelpa, en Viktor Máni veðjar á strák einn daginn og stelpa hinn daginn. 'Eg held mér hlutlausri, enda hef ég enga tilfinningu fyrir hvort þetta er...fyrir utan að mig hlakkar þvílíkt til að losna við bumbuna. Mér líður eins og hval á þurru landi!!!
jæja,er farin að læra undir próf!!!!! Evidens og Epidemiologi og statistik...rosa spennandi :(
knús knús Unnsa

Myndir skammtur 1

Ég held að mér sé ekki ætlað að setja inn myndir á þessa síðu. Það tekst í 3-ja hvert skipti, og þegar að það tekst, kemur bara helmingurinn. :(








Stóri töffarninn á heimilinu er að safna hári!!!


















Þetta fékk Hekla María frá löngu Unni. Þau systkinin eru mikið búin að leika sér með þetta :)








Björn fékk þetta billjardborð í jólagjöf. Og það hefur enginn hér á heimilinu í hann, þó að húsmóðirin þykist vera eitthver billjard drottning síðan í Flúðaskóla hér í denn...þá er greynilega eitthvað farið að slá í hæfileikana, hvað það varðar!!!




















Sko hún hefur ekki þessi prinsessugen frá mömmu sinni!!!! Og ég get næstum svarið fyrir það að hún er betri í að ganga á háum hælum en ég :)