Monday, December 19, 2005

Jólin jólin

Góðann daginn.
Jæja þá fara jólin að nálgast og við hjónaleysin eigum eftir að gera fullt. Hér hrynja inn kassarnir á hverjum degi stútfullir af glaðningi frá Íslandi. Ég held að þetta séu met jól hvað varðar íslenska nammið. Við erum að verða búin að fá 5 kg af nammi...og óboy óboy...húsfreyjan á erfitt með að missa sig ekki í þetta og enda svo í þunglyndi dauðans yfir aukakílóunum.
Hér er enn sama sagan á heimilinu. Allir veikir. Nei ekki kannski alveg. En það eru ALLIR heimilismeðlimir búnir að liggja í flensu og sá síðasti fór í gæslu á mánudag í síðustu viku eftir fjögurra vikna stanslausa törn. Við svakalega ánægð með að þetta væri allt búið. Ó nei vinur. Á miðvikudag varð Viktor aftur veikur, en það varaði bara stutt...því að hann var klár í leikskólann í morgun. En ...enn og aftur nei. Enga bjartsýni. Þá byrjaði hann að æla í nótt, og ætli restin af fjölskyldunni fylgi ekki með.
Jói er búinn með skýrsluna sína í skólanum og á að skila á morgun. Hann er búinn að vera í skólanum ALLA helgina og ég einstæð 3-ja barna móðir. Ég ætla sko aldrei að skilja.....!!!!! EN við börnin höfðum það huggulegt. Við skreyttum jólatréð á laugardaginn ( og ég veit að það er snemmt) það var mjög huggó. Svo horfðum við á Polar express...voða gaman . Björn er þvílíkt að pæla í öllum þessum töfrum og göldum sem er í kringum jólasveininn. Hvernig hann fer að því að komast inn í húsið ef að það er allt í drasli, og hvernig í ósköpunum hann fer að því að halda á öllum þessum gjöfum fyrir öll Íslensku börnin í EINUM poka!!!!
Viktor Máni var mjög krúttlegur í dag því að hann heldur alveg rosalega mikið upp á afa sinn á Flúðum . Hann á nefnilega LANDROVER, bláan!!! Rosa kaggi. Hann er enn að lifa á bíltúrnum síðan síðasta sumar. Og nú tönglast hann á því á hverjum degi að Siggi afi sé besti vinur hanns. Og ekki bætti úr skák að nú fullyrðir hann að hann eigi 2 pabba, það eru Siggi afi og Jói, og Siggi er líka besti vinur hanns. (greyið börnin okkar, hvað eru þau að fara á mis við að búa hér úti í rassagti).......
jæja látum þetta duga í blil.
Knús knús og gleðileg jól.
Unnur

No comments: