Friday, May 12, 2006

skýrsla í sumarblíðunni

Hæ hæ.
Jæja nú er sko loksins allt orðið grænt hér í umhverfinu. Garðurinn lætur aðeins á sér bíða...en sennilega er það því að það eru svoddan miðjarðarhafstré hér, svo að þau blómstra ekki allllveg strax. Hekla María fékk hita um daginn í 20 tíma(40 stiga hita) og svo vaknaði hún bara svona eiturhress næsta dag, merkilegt nokk.

Björn er búinn að missa 2 tennur í neðri góm og er eins og gatasigti í framan þegar að hann brosir(verð að taka mynd af því á morgun) :). Svo voru náttúrulega tennurnar setttar undir koddann og biðið eftir stóra gróðanum frá tannálfinum.......en hann lét eitthvað á sér kræla þá nóttina, sennilega því að við Jói sátum svo lengi úti í garði að tannálfurinn hefur ekki þorað í inn, svo að hann Björn reyndi aftur nóttina eftir og þá lofuðum við Jói að fara að sofa á skynsamlegum tíma svo að tannálfurinn hefði tækifæri á því að koma í heimsókn, sem og hann gerði....

Hér er búin að vera þvílík bongóblíða síðustu vikuna að Birni tókst að næla sér í sólareksem, Hekla María var rauð í framan og ég brann á öxlunum :S tíbískir íslendingar sem að halda að góðaveðríð verði bara í 2 daga. Þá er bara um að gera að steikja sig. Við erum heldur betur búin að njóta góða veðursins. Það er búið að grilla í nýja grillinu á hverju einasta kvöldi síðan á miðvikudag í síðustu viku og við höfum setið i garðinum til kl. 20:00-00:00 hvert einasta kvöld, agalega rómantískt.
Á myndunum má sjá nýju gripi heimilisins, gasgrillið og garðsettið....sem er útskriftagjöf Jóa frá mér :) Eins gott að hann standi sig!!!!!!!!
jæja annars er allt gott að frétta.....
knús knús Unnur bayli's

No comments: