Thursday, September 21, 2006

Fréttir úr harlem!!

Hó hó!!!

Jæja þá er allt að gerast...eftir fleiri tugi áskoranna um að setja myndir inn og skrifa eitthvað ákvað ég að gera fólki til hæfis :) Maður ætti nú bara að skammast sín!!!! En gott að vita að það vill eitthver vita af manni hér úti í útlegðinni.
Annars er nú ekki mikið að frétta síðan síðast....
Ég er byrjuð í skólanum og það gengur bara fínt, nema hvað að ég er í mótþróa að vera send í skólann á hjólinu með heklu aftaná, 10 kílóa tösku á bakinu og fulla körfu að drasli framan á stýrinu...svo segja þeir að maður eigi að taka því rólega þegar að maður er óléttur!!!! Við Björn hjóluðum saman í dag og hann hafði orð á því hvað ég hjólaði hrikalega hægt. En spurnig hvort að manni takist þá að eiga á tíma svona eins og einusinni ef að maður verður svo útúrkeyrður að barnið hreinlega ákveður að drífa sig út úr þessu stresssamfélagi þarna inni :)

Það er mikið snakkað um Íslendinga í skólanum þessa dagana.
Um daginn var mikið gert grín af mér í skólanum og fékk ég nú að vita það að Íslendingarnir kynnu nú ekkert að spila fótbolta...he he "TÖPUÐU BARA" (ekki gott að vera ísl. þann daginn í skólanum) Þetta var nú líka hálfger hellisbúafótbolti fannst mér. Ef að danirnir byrjuðu að ógna íslendingunum rifu þeir bara í hár, kíldu og ýttu í stað þess að nota fæturnar og tækla þá....algerar kerlingar!!!!
Svo erum við búin að vera í medicinsk sociologi og þar talar læknirinn sem að er að kenna okkur mikið um Ísland..ég held svei mér þá að hann hafi bara álit á Íslendingum. Fyrir utan það að hann minntist á það um daginn að við værum að verða búin að kaupa upp Dannmörku. Talar allavega mikið um það hvað við séum með hærri lifialdur, reykjum, drekkum minna. Er að reyna að troða því inn í hausinn á okkur að það er samhengi á milli sukksins og lífsstílssjúkdómanna sem eru að verða eitthvað nýmóðins í okkar nútíma samfélagi.

Jæja en það eru smá fréttir....við erum að koma til Íslands!!!!! Júhúúúúú. Við komum í boði eitthverra í fjölskyldu okkar, sem ákváðu að slá saman í fargjald handa okkur. Hverjir það eru nákvæmlega veit ég ekki.....en þeir sem eiga heiðurinn....ÞÚSUND ÞAKKIR!!!!!!! Þið vitið sennilega ekki hvað þið eruð að gera okkur stórann greiða.
Málið er nefnilega að Jón Gunnar bróðir minn er að fara að gifta sig, og það á undan mér!!!!!!!!.(Hann er nú reyndar ekki búinn að bjóða okkur, en ég geri ráð fyrir að við meigum koma þó að við séum boðflennur!!!!) og pabbi Jóa er lasinn og við viljum fyrir alla muni geta komist aðeins nær fjölskyldunni okkar í nokkra daga. Svo að við segjum enn og aftur ÞÚSUND ÞAKKIR.
En þar sem að við stoppum stutt verður þessi ferð tileinkuð fjölskyldum okkar og ekki hægt að gera ráð fyrir að við verðum mikið annarsstaðar en í faðmi þeirra :) ÍÍÍÍÍ hvað ég hlakka til :)... en heimsóknir eru öðvitað velkomnar :)
jæja en læt þá vindhviðu duga í bili.
Kveðja Unnur Ósk

10 comments:

Anonymous said...

þú gleymdir nú alveg að minnast á þessa óléttu...ég var einmitt að spáí því hvort það væri ekki frekar seint að skíra Heklu 3 ára gamala...

Til lukku...og hvenar ertu svo sett?

Knús

Berglind

Unnur, Jói og ungarnir said...

26. jan :)....

Anonymous said...

hæ hæ bara að prufa

Anonymous said...

Boðskortið er á leiðinni ef það er ekki bara komið;)

Unnur, Jói og ungarnir said...

Ju takk fyrir bodid...bodskortid er komid :) Nu er eg ekki lengur bodflenna!!!!

Anonymous said...

Hæ hæ. Ég hef ekki kíkt lengi. Bara orðin ólétt af 4 barni. suss... Hvað er í vatninu/bjórnum þarna í Danmörku? :)hehe.. Allt gott af mér að frétta enþá bara single og hef það bara ágætt þannig. Gaman að kíkja annað slagið og fá smá fréttir af ykkur. Ég verð nú í bandi fljótlega í e-mail. :)
Knús og kossar af Skaganum
Lára og Aron

Anonymous said...

Hæ ég er bara að prufa.
Mútta tútta.

Anonymous said...

Hæ..fólks.
Það er allt gott að frétta af klakanum. Ég sit hér sveitt að læra skruddurnar mínar og sá gamli að læra að tala tófumál, hehehe.
Allavega er niðurtalning hafin.
Heyrumst fljótlega.
Kveðja mútta.

Anonymous said...

jæja er ekki komin tími á okt. fréttir?

kv

Berglind

Anonymous said...

Jæja, Unnur,Jói, trip,trap og treskog. Er ekki kominn tími á einhverjar upplýsingar um ykkur. Það fer bráðum að slá í þetta gamla. Frúin á afmæli í dag og innilegar hamingju óskir með daginn þinn Unnur mín. Þú ert alveg að detta á fertugsaldurinn, he he. Ég vona að þú og fjölskyldan hafi það gott og jólastressið sé brostið á ykkur eins og alla aðra. Nóg í bili frá okkur.Unnur amma biður að heilsa ásamt öllum öðrum hér.
Kv. mamma og pabbi,