5 ára afmæli Viktors Mána
Loksins leit sá langþráði 5 ára afmælisdagur Viktors Mána dagsins ljós...Það var búið að spyrja að meðaltali annan hvern dag í 2-3 mánuði hvenær þessi blessaði dagur kæmi, skrifa óskalita, setja saman gestalista, panta köku ....
...sem að þessu sinni var slöngu kaka
Dagurinn hófst tímanlega kl 06:00 á því að fjölskyldan fór á fætur við fyrsta hanagal, og rifnir upp pakkar frá fjölskyldunni og ömmu og afa á Flúðum. Að því loknu var sest að morgunverðar snæðingi, sem að þessu sinni var kanilkaka með súkkulaði kremi og hlaupkörlum og ávaxtasafa til að kyngja herlegheitunum niður. Svo var sunginn afmælissöngurinn hástöfum og blásið á kertin 5, og svo var að koma sér af stað í skóla, leikskóla og vinnu. Húsfrúin fór að undir búa afmælisveisluna sjálfa. Viktor valdi spiderman þema, eins og alvöru fimmára töffurum sæmir.
Kl 13 þrammaði svo Jóhann niður á leikskóla og sótti afmælisbarnið og hluta af gestunum og heim var þrammað og haldið svaka partý. Pakka fékk prinsinn marga og mikið af Legó (sem féll mjög vel í kramið ;) )
Lukkaðist veislan vel í alla staði og allir héldu heim glaðir í bragði, og að ekki sé talað um afmælisbarnið sem að var ánægt með afmælisdaginn:)
No comments:
Post a Comment