Wednesday, July 25, 2007

pistill vikunnar :)

Jæja...þá eru veikindin svona næstum gengin yfir :) Katla María og Viktor Máni eru orðin nokkuð hraust. Ég fór reyndar 2 ferðir niður á læknavakt því að ég hélt að þau væru með strepptókokka eins og Hekla María var með vikuna áður en það reyndist ekki vera. Þetta er bara ömurleg helvítis vírushálsbólga, með þvílíkum verkjum alls staðar í kroppnum sérstaklega hálsinum. Ég fékk þetta í byrjun mánaðarinns og nú liggur Jói. Svo er bara að krossa fingur því að Björn er eftir og vonandi sleppur hann, þessi elska :)
Í gær átti krónprinsinn á heimilinu 9 ára afmæli. Dagurinn byrjaði á því að það var haldið morgun afmæli eins og er orðið hefð hér á heimilinu þar sem prinsinn fékk labb-rabb talstöðvar, töffaraboli,DVD disk með "Charlie og chokolade fabrikken", fótbolta og fótboltahannska frá okkur fjölskyldunni ásamt rosa flottum PUMA strigaskóm frá ömmu , afa og Ninnu Ýr.












Að morgunverði og pakka opnun lokinni fór Jói í vinnuna. Um hádegi kom hann heim aftur og við fórum í Júmbóland og buðum Björgvin, vini Björns með :) Þar var rosa stuð.

Það var svo mikið af fólki þar að við stóðum í 1/2 tíma bifröð úti vegna þess að húsið var fullt. það var bara þannig að þegar einn fór út, fékk einn leyfi til að koma inn :S. Loksins þegar að við komumst inn var rosa mökkur af raka og svitafýlu vegna þess að það voru um 250 krakkar að djöflast á fullu, en það var fljótt að venjast og við foreldrarnir fórum að taka þátt í hamaganginum með hinum krökkunum, en við létum það vera að fara úr að ofan eins og ungviðið gerði :) ......Það væri örugglega hægt að nýta þessa varma uppgufun hjá börnum í eitthvað gagnlegt....













En ferðin var vel lukkuð, við vorum þarna í eina 4 tíma og enduðum ferðina á Pizza Hut sveitt og sæl :). Að lokinni pitsu ferðinni fórum við öll heim og horfðum á DVD myndina sem Björn fékk í afmælisgjöf :)

6 comments:

Anonymous said...

Hæ flottar myndir og gaman að fylgjast með, fyrst við getum ekki haft það áþreyfanlegt.
Já loksins kom sumarið til ykkar.
Bið að heilsa börnum og buru.
Knús ma og pa og Ninna

Unknown said...

Til lukku með guttan...rosalega líður tímin hratt...

Anonymous said...

Hæ hæ kæra fjölskylda,fara ekki að koma meiri fréttir og myndir.'Eg bíð spennt eftir þeim.Kossar til allra .Stína

Anonymous said...

Hello kæra fjölskylda! Set hér með inn formlega kvörtun vegna lélegra öpdeita á síðunni!!!! Vinsamlega takið það til greina og einnig væri gaman að heyra frá ykkur.
Samt sem áður sendi ég hér með kærar kveðjur til ykkra allra frá okkur stórfjölskyldunni! Knus. RBS

Anonymous said...

já ég var einmitt að öfunda þig Unnsa að hafa svona langar vikur þarna úti
(pistill vikunnar búinn að vera síðan 25.Júlí):)
En skil þig svosem vel, það er auðvitað nóg að gera hjá ykkur.

kveðja
bestasta mágkonan;)

Erna said...

Jæja...er ekki komið nóg af bloggpásunni?