Sunday, January 20, 2008

myndir myndir

Ég er ágæt...ég sem hélt að ég væri smá tölvunörd...en ég er búin að komast að því að ég er það sennilega ekki!! Ég setti inn fullt af myndum um daginn....og svo var ég að fatta áðan að ég bjó til nýtt myndaalbúm undir öðru nafni...þessvegna getur enginn séð þær :( Svo ég verð að færa það allt til . OOOhhh.
En hvað um það. Ég er að byrja í praktík á morgun og hlakkar bara heilmikið til að byrja aftur. Þá er heimalífið búið. Rosalega er tíminn fljótur að líða. Jói þarf að fara að spýta í lófana, því að ég er rauðsokka dauðanns, svo að það verður sko ekkert mehe og elsku mamma hér!!!! ég eina uppvöskun , hann eina uppvöskun!!! Og hana nú!!!! nei ég er nú ekki alveg svo slæm, en næstum...hehe

Katla María er farin að taka 2,3,4 skref...lítur á hin börnin hjá dagmömmunni sem svo mikla fyrirmynd!!!

Annars er helgin búin að ganga vel fyrir sig. Við erum búin að vera með fullt hús af gestum báða dagna og Jói fór á árshátíð í vinnunni í gærkvöldi...og náttúrlega var mökum ekki boðið með. Meira kompaníið. Þeir vita ekki af hverju þeir eru að missa af að fá mig ekki með...puh!!!!
Anyhow...þá var gaman hjá honum, en hann kom samt heim kl 10:30 pungurinn sá. Hann hlýtur að vera orðinn svona háður elskunni sinni

jæja ætlaði bara að láta vita af myndaalbúminu....ég verð eitthvað að gera í þessu en það er hér þangað til ég er búin að finna eitthvað út úr þessu

http://picasaweb.google.com/hekla.maria

kveðja Unnur skólastelpa

6 comments:

Anonymous said...

Hæ Unnur skólastelpa.
Já það hlaut að vera einhver tæknileg mistök, ég var alltaf að bíða eftir myndunum sem þú varst að tala um en gerði ráð fyrir að það hefði orðið eitthvað bilun í sellukerfinu eins og hjá sumum ;). En gott að leiðréttingin tókst og allir ánægðir. Alla vega ég. Myndarhópur.
Knús og kossar
Mamma

Anonymous said...

Jííííí! Hvað þið eruð sæt!

Unknown said...

Til hamingju með 1 árs stelpuna í dag.

Knús og kram

Aldís & CO

Anonymous said...

Hæ hæ, sko mína ég gat þetta.
Kvitti kvitt
Dúna

Anonymous said...

Til hamingju með Viktorinn:)
OG GIFTINGUNA!!!!!!
Þúsund kossar:)

kveðja
Ester

Anonymous said...

Til hamingju með giftinguna...HJÓN :) Og til hamingju með afmælið Viktor (betra er seint en aldrei).

Bestu kveðjur af klakanum

Freyja og co. Flúðum