Tuesday, November 01, 2005

Lukka dauðans



Það er nú meiri sumarblíðan hér í Dannmörku.
Við erum búin að njóta "Íslensks sumarveðurs" hér í 2 mánuði!!! Danirnir eru farnir að tala um að veðurguðirnir séu að ganga af göflunum.
Hér á heimilinu er syngjandi hamingja...við fengum sendingu frá "Stínu ömmu", sultu,mysing, bjúgu, harðfisk og annað góðgæti um daginn. Og Björn sleikir útum og stríkur bumbuna.
Og ekki nóg með það, haldið þið ekki að jólasveinninn hafi verið að keyra hér heim 1. stk Amerískan ískáp með vatns/klakavél...munar engu að það sé poppvél á græunni og þá er bíókvöldinu reddað og svo kom hann líka með AEG þvottavél og ég hoppa hér um að kæti og spenningi....Hvað haldið þið að hann gefi mér í jólagjöf??
Og svo í vikunni hringdi elskan mín hún Rósa...ég er búin að sakna hennar svo mikið og það var svo yndislegt að heyra í henni. Það er sko mikið búið að gerast síðan að ég heyrði í henni síðast...nú er bara að vera dugleg að hringja á móti...það er áramótamottóið mitt!!!
Jæja en annars hafa ungarnir það fínt. Hekla líkist mér meira og meira held ég...allavega skilst mér það :S. Ef ég æsi mig..þá skrækir hún bara á móti. Mér er gersamlega svarað fullum hálsi!!! Og hana nú!!
smelli hér inn nokkrum myndum...þetta er ekki nokkur frammistaða hjá mér.
túrilú að sinni

Prinsessan

Sundkappinn ógurlegi mánamundurinn okkar.
Ég þarf að fara að taka fleiri nýrri myndir af ungunum.

No comments: