Saturday, March 24, 2007

Heimsókn frá Íslandi



Loksins kom að því að mamma, amma og Ninna komu í heimsókn. Þær komu í heimsókn sunnudagskvöldið 11 mars, 2 dögum eftir afmælið hanns Viktors Mána. Gott var að fá þær í heimsókn, því að straks kl 05 morguninn eftir lögðu Jói og Sigurjón vinur upp í æfintýralega bílakaupa ferð til Þýskalands. Planið var að kaupa strumpastrætó og fyrir valinu varð þessi líka fagri “fjalla Chrysler”. Finnast þeir sjaldan fegurri en akkurat þessi bíll ;)




Ásamt því hvað það var æðislegt að geta setið með kaffi/te bollann og spjalla í rólegheitunum. Ég sakna þess að geta kíkt í kaffi til mömmu og pabba, nú verðum við að fara að koma okkur heim á klakann!!!! Mamma tók við þar sem Jói varð frá að hverfa, taka sig saman og rifja upp gamla daga þegar að hún var í “pakkanum”, vakna kl 06:30 á morgnana, vekja börn, smyrja nesti, gefa þeim að borða, klæða og hossast með Kötlu Maríu um gólfin meðan að ég var að keyra þau í leikskóla/skóla. Ninna fór með Birni í skólann þrisvar og endaði fyrsti skóladagurinn hjá henni e. 1 ½ tíma, því að hún fékk eyrnabólgu greyið og brunað var í flýti til læknisins og fengið penicilin og rótsterkar verkjatöflur, því að aumingja barnið var með mjög svæsna sýkingu og að drepast úr verkjum!!! En eftir að penicilinið fór að virka var hún aftur orðin flennifær í hvað sem er og brölluðu þau mikið saman, bæði innan dyra sem utan. Ömmurnar dekruðu við börnin eins og þær mögulega gátu :)































Það var mikið að gera og maður varð að taka á honum stóra sínum og vera “blæksprutte” eins og heimilis læknirinn minn kallar það og gera marga hluti á sama tíma, eins og myndirnar sýna

















Eftir 3-ja daga inniveru, vorum við konurnar farnar að þyrsta í búðarráp svo að ákveðið var að storma í Bilka að lokinni afhendingu barna. Farið var með langa innkaupalista með það markmið að reyna að vinna þá aðeins niður. Eitthvað mokaðist niður í körfurnar, en lítið saksaðist á listann. Það var oft eitthvað annað en það sem stóð á listanum sem laumaðist ofan í körfuna ;) Búðarferðin endaði ekki nógu vel. Eins og þruma úr heiðskýru lofti byrjaði ég að fá illt í brjóstið og á rúmmum 2 tímum var ég orðin fárveik, með hita, hausverk, beinverki, flögurt og að DREPAST í brjóstinu. Ég var orðin svo veik að ég lá í rúmminu, hringdi í doksa og fékk ávísuðu penicilini og sendi hann Gunna minn út í apotek til að ná í það. Gunni tók nefnilega öllum skyldum Jóa áður en hann fór (ég hef reyndar ekki gert kröfur á “allar” skyldur Jóa...ó boy ó boy.Förum ekki nánar út í þá sálma ) Daginn eftir var ég orðin skárri. Ekki lasin lengur en illt í brjósinu, svo að ég dembdi í mig verkjapillum og var þar með orðin búðarfær aftur.
























Hekla María fékk BLEIKT teppi og púða frá langömmu og varð náttúrulega að sofa með það fyrstu 2 nætrunar :)
Það voru hinir ýmsustu hlutir sem voru brallaðir í fjarveru bóndans.Ég skrapp aðeins í búðina að kaupa millistykki og kom heim drekkhlaðin, þráðlausu internet sýstemi og vefmyndavél, datt alveg óvart ofan í körfuna, svo hann Gunni var kallaður á staðinn og fenginn til að tengja, sem var nú ekkert smá mál. Hann fékk fiskibollur í staðinn ;) Er ekki sagt að leiðin að hjarta mannsins liggi í gegnum magann, ég hlýt allavega að geta fengið hann til að snúast aðeins fyrir mig fyrir smá matarbita, svona þar sem að hanns eiginkona er ekki heima til að elda ofan í hann.

Börnin máluðu, og perluðu alveg í akkorði, amma Unnur saumaði og saumaði og saumaði frá morgni til kvölds með smá pásum milli búðarferða og göngutúra. Annars samdi öllum vel


































Klukkan 9 á föstudagsmorgun kom bóndinn heim eftir 24 tíma vöku og rauk beinustu leið í vinnuna. Hann var dálítið mikið þreyttur þegar að hann kom aftur heim. En ég var AGARLEGA hamingjusöm að fá hann heim, þessa elsku....





Mamma greyið var sennilega hálf búin á því að koma í “frí” og vera svo eins og þeyti tuska um allt hús að redda hinu og þessu. Hún tók þvottinn algerlega á sína arma og var nú farin að hafa orð á því við pabba að þetta væri nú hellings pakki sem við værum með.... en vonandi var það þess virði að vera með okkur :)






Á sunnudeginum var stormað í bíltúr með kerlingarnar...(aðeins að viðra þær ;) ) Fórum við í antikmarkaðinn sem allir gestir eru keyrðir í og sáum við margt sniðugt. Eftir það fórum við í bíltúr um sveitirnar og sáum hin ýmsustu hús og skítakamra. Mömmu varð það á að losa sig við smá fretur, alveg hljóðlaust og lyktarlaust að hún hélt. Ég sat næst bombunni og fussaði og sveijaði í allar áttir, þangað til að það heyrðist í Viktori Mána “mamma...ég finn svona eggjalykt” alveg upp úr þurru (hann hafði ekki fattað að mamma hefði rekið við) . Það lá við fullorðna fólkið hefðum andast í bílnum, við hlógum svo mikið.

Viktor Máni er eins og áður hefur komið fram rosalega ánægður við eldavélina og fékk köku uppskriftarbók í afmælisgjöf frá Karen “ömmu”, svo hann ákvað að baka fyrir okkur “apabrauð” sem var borðað í desert eitt kvöldið.












Annars var voðalega gaman að fá þær mæðgur í heimsókn og mætti heimsóknin hafa verið miklu lengur. Nú tekur bara við viðgerð hjá Jóa á Chryslernum til að frúin geti farið að spóka sig á bílnum. Ég er búin að kaupa mér nýjar gallabuxur og gellusólgleraugu, bíð svo bara eftir bílnum til að geta glennt mig um bæinn ;) Stína kemur á mánudaginn með Þórunni frá Íslandi og ætlar að vera hjá okkur í 2 vikur, fram yfir páska. Rúnar og Rut koma 3 apríl. Læt þetta duga í bili.







-FALLEGU BÖRNIN MÍN-





Systur með sætar tær, hugsa sér að Hekla hafi verið með svona litlar tær bara fyrir rúmmum 3 árum!!!











-SYSTKYNA KÆRLEIKUR-

3 comments:

Frida said...

æðiæðiæði! þú átt alveg dásamlega fjölskyldu og svo falleg börn!

Anonymous said...

Guð hvað er gaman að sjá ykkur öll og þessi yndislegu börn ykkar!!!! Já og til hamingju með strætóinn hann er barasta flottur. Ja og mér finnst litla dúllan bara mjög lík þér Unnsan mín. Hugsið vel um hvort annað og hafið það gott.
megaknús frá mér RBS.

Anonymous said...

Sæta fólk og bíllinn er bara kúl!!
...eru ekki tvö sæti laus þegar er búið að hlaða í hann...?!

Nússar,

Skvís-ur.