Monday, April 30, 2007

Jæja það er nú mikið búið að gerast síðan síðast.....
Tengdamamma kom og var hjá okkur í 2 vikur. Það komu páskar og liðu hjá í garðavinnu og huggulegheitum. Ég setti saman þennan rosalega ratleik, svo að börnin voru að niðurlotum komin eftir 1 1/2 tíma þrautir og hlaup um bæjarhlutann í leit að vísbendingum....( það þýðir ekkert annað en að láta þau brenna fyrir páskaegginu ;) )
Bíllinn er búin að vera að plaga okkur, sérstaklega Jóa síðustu vikur, því að það er ekki gert ráð fyrir því í DK að fólk geri sjálft við bílana sína.... En svo kom pabbi í heimsókn og með honum fylgdi mamma. Alveg óvænt, rosa gaman. Svo að ég er búin að vera að hugga mig með gestum :)
En ég er að DEYJA, mig hlakkar svo til þegar að bíldruslan er komin á götuna og ég endurheimti kærastann minn...greyið hann, hann er orðinn svo þreyttur á þessu.
Vorið er komið ....heldur betur. Það er búið að vera um 20+ í heila viku og spáir því svo langt sem augað eigir. Búin að planta blómum og sá gulrótum, baunum og laukum ásamt kryddjurtum og setja niður kartöflur. svo stend ég og vökva 2-svar á dag til að reyna að halda rakanum í moldinni.
Síðustu helgi var okkur boðið í fermingarveislu há Ólöfu, fermingu hjá Völumaríu og skýrn hjá Balvin Má og svo fermingu hjá Konráð Páli. Úff hvað þetta var allt saman yndislegt og fallegar veislur og að ég tali ekki um fermingarbörnin, komin í sitt fínasta púss eftir margra mánaða undirbúning og spenning -Takk fyrir okkur-
Svo eru stórar fréttir af Kötlu Maríu...HÚN VELTI SÉR Í DAG (ekki einusinni orðin 3-ja mánaða)11 vikna og 2-ja daga!!! Alger pæja.
jæja.....er ekki í skriftarstuði frekar en aðra daga....mér finnst bara best að lesa blöggið hjá öðrum...þar til næst
bæjó

2 comments:

Anonymous said...

hæ hæ er að vonast erfti meyri myndum frá ykkur.bæ bæ

Unknown said...

....gaman að heyra frá þér...en finnst við hafa verið svikin smá með myndinar :S

knús

Berglind og co