...Dagur eitt hjá Kötlu Maríu í eigin rúmmi :) Við fengum lánaða þessa fínu vöggu hjá honum Sveinbirni Huga, sem Katla María ætlaði að sofa í fystu mánuði æfinnar. Nú er daman að detta í 3-ja mánaða aldurinn og er að sofa í fyrsta skipti í vöggunni....og mér finnst ég vera endanlega að slíta naflastrenginn. Mér líður hræðilega :S. En við hljótum að lifa þetta af :) (Hún hefur alltaf sofið hjá mér í rúmminu...)
Hér er búið að vera þvílíka góða veðrið síðasta mánuðinn. Grænmetið mitt í garðinum er farið að gæjast upp úr jörðinni, svo að fræin hafa greynilega haft það gott, enda er ég búin að standa sveitt við að halda moldinni rakri.
Eins og áður er sagt, er Katla María farin að velta sér frá baki og yfir á magann. Hún er farin að sjúga á sér hendurnar og treður þeim dálítið langt niður í kok, svo að hún stendur á öndinni því hún kúgast svo mikið. Hún er farin að gera mikinn mannamun milli mömmu sinnar og annarra. Í gær var okkur boðið í lambalæri og alles hjá Bjarna og Grétu(mmmm rosalega var það gott) og ég rétti Grétu, Kötlu Maríu því ég þurfti að gera eitthvað. Eftir smá stund varð Katla María alveg brjáluð, því hún fattaði að þetta var ekki mamma, svo Gréta skilaði henni til pabba síns og þá varð hún enn reiðari, þar til ég kom og tók hana....og það var eins og skrúfað væri fyrir krana....(hjá mömmu er hún örugg, og vill því ekkert vera að hætta sér á óöruggar slóðir, aumingja Jói)....
Hún er búin að vera svo pirruð greyið, síðustu daga. Rembist og sperrist í allar áttir þegar að hún liggur á brjóstinu. Sefur í stuttum dúrum. Virðist vera eitthvað vesen í maganum á henni. Vonandi það sé ekki eitthvað sem ég hef borðað.
Það styttist í heimferð. Við erum að deyja úr spenningi. Kagginn er kominn á götuna. Við þurfum "bara" að bogra 750.000 í toll. Við fórum í bíltúr í gær, rosa gaman. Börnin fíla þetta jafn mikið og við fullorðna fólkið svo að við erum hamingjusama fjölskyldan.
Jæja ég er á fullu að setja saman matseðil... Við erum með matarklúbb á föstudaginn.
Ind til næste gang ....Hafið það gott
caput...Unnur ungamamma
P.s er búin að búa til link hér til hægri sem heitir "myndir af okkur" þar sem ég set myndir. (úff...miklu auðveldara en að setja þær inn á síðuna)
Monday, May 07, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
buy tramadol buy tramadol 50mg online - buy tramadol 100mg
negative side effects from phentermine can you buy phentermine in stores - how to buy phentermine online no prescription
Post a Comment