jæja... Þá er Ninna Ýr farin. Það var yndislegt að fá að hafa hana.
Katla María er komin með 2 tennur og er að upplifa fyrstu veikindin sín. Ég byrjaði að gefa henni að borða síðasta sunnudag, sem henni líkaði vægastsagt mjög vel :) Hún kjammsaði á matnum agalega ánægð :) En nú er hún svo slöpp greyið og aum í hálsinum að við erum komin í smá pásu aftur hvað matinn varðar, enda finnst henni svo agalega huggulegt að drekka hjá mömmu sín.
En heimilislífið hefur snúist um að hugsa um lasin börn :S Hekla María byrjaði í síðustu viku á strepptokkum og endaði á 10 daga skammti af penicilini. Nú er hún orðin hraust og farin að hrópa og kalla hér um allt eins og henni er einni lagið og þá löðgust Viktor Máni og Katla María á þriðjudaginn síðasta, bæði með háan hita og tilheyrandi beinverkjum, höfuðverk og særindum í hálsi...GAMAN
Síðustu helgi komu Stebbi og Maja (vinafólk okkar sem býr í DK) í helgarheimsókn og var það mjög gaman, eins og sannir íslendingar var grillað og setið út í garði langt fram á nótt bæði föstudagsnótt og laugardagsnótt. Ég gafst reyndar upp kl 02:30 laugardagsnóttina og leyfði hinum að sjá um skemmtasér. Á laugardeginum var ferðamannahringurinn góði tekinn.....Mårup kirke, skagen og heim aftur. Gunni & Þórunn, Daði og Valur borðuðu með okkur laugardagskvöldið og á sunnudeginum fórum við niður í Hesteskoven og veiddum krabba voða stuð :)
en framhaldið fyrir næstu helgi er að láta börnunum barna og vona að Björn farin nú ekki líka að taka upp á því að verða veikur
Jú og svo á krónprinsinn á heimilinu afmæli á þriðjudaginn. Hann er búinn að eyða morgninum í að skrifa óskalista....svo er bara spurning hvaða óskir rætast af því ;)
knús knús (smelli inn myndum í dag eða á morgun)
tjaó
Friday, July 20, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Til hamingju með afmælið í dag elsku Björn.
Kossar og knús frá Íslandi.
Freyja, Árni, Eyþór Orri og Óðinn Freyr
Til hamingju með daginn sæti!!
Ísabella er ekki langt í burtu frá ykkur núna!! Vona að hún fái að sjá ykkur!!
Knúsar og klemmur frá eyjum!
Post a Comment