Skýrsla síðustu daga
Góða kvöldið :)
Jæja það er nú mikið búið að vera að gerast síðustu daga. Það er búið að vera yndislegt að hafa mömmu og pabba í heimsókn og þau fara því miður á sunnudagsmorgun, svo að við höfum bara morgundaginn saman :(.
Á þriðjudaginn leigðu þau bíl ,ELD gamlan rauðan Dihatsjú Shjareit...ekki með kírauganu en nánast svo gamlan, og það vantaði helminginn af stuðaranum á, og felgurnar voru bara rauðar af riði. Við fórum í rosa bíltúr um Jósku norðurheiðarnar, fórum í Nordsømuseum og á Skagen og þó víðar væri leitað. Við enduðum daginn á því að fara á MC donalds og borða einn sveran með öllu. Við mæðgurnar vorum saman í bíl og karlarnir voru saman á rauðu þrumunni á leiðinni heim. Ég ætlaði sko heldur betur að sýna þeim hvað kvartmílusúbbinn gæti og rauk af stað á undan þeim, stefndi á Hjørring(ruglaði því við Bröndeslev) og ætlaði að vera komin heim langt á undan þeim. Við kommst fljótlega að því að ég var að fara í snarvitlausa átt og við mamma enduðum í allskonar útidúrum, langt úti í sveit, á einbreiðum vegi sem ekki var hægt að mæta bíl á, og Björn var að missa sig og hafði ENGA trú á að við kæmumst heim á endanum. Og á þessu monnti mínu enduðum við heima langt á eftir körlunum . Það er ekki lítið búið að gera grín af því!!! Hmmm. En Dæhastsúinn lifði ferðina af, merkilegt nokk.
Jæja, en næsti dagur, miðvikudagurinn fór í búðaráp og garðtiltekt. Fimmtudagurinn fór í eintóma garðvinnu hjá karlpeningnum, en bakstur og þrif hjá kvennpeningnum, guði sér lof fyrir mömmu og pabba!!!! Garðurinn var gersamlega tekinn í nefið og fínkembdur, farið margar ferðir á ruslahaugana.
Ég hef sjálfsagt gleymt að segja að pabbi og Jói gerðu endanlega út fyrir fleiri tjaldútileigur okkar á rómantíska appelsínugula tjaldvagninum, með því að breyta honum í kerru. APPELSÍNUGULA kerru!!!! Enda hefði tjaldið ekki þolað að nokkur manneskja hefði hrotið inni í því, svo ferlega fúið var það orðið. Gott að mér var ekki boðið með á haugana og ég held að ég leyfi Jóa að sjá um að rúnta með þessa kerru...Þeim fannst ég reyndar eitthvað frekar vanþakklát, þegar að ég gaf í skyn að kerran væri nú ekkert agalega flott á litinn, en ég efast ekki um að sumum finnst hún cool!!!
Í dag var svo farið í Aalborg ZOO í samfloti með Gunna, Þórunni og Björgu. Þrammað þar í 4 tíma, og ég var eiginlega bara búin á því þegar að við komum heim. Á morgun verður ratleikurinn ógurlegi í leit að páskaeggjunum, við ætlum nefnilega að taka smá forskot á páskana og hafa páskadag á morgun , því að við viljum svo gjarna njóta þess með ma & pa og Ninnu :).
Hekla María er nú formlega hætt með bleyju....Júhúúúú...hún er svo dugleg
Við segjum alltaf VÁÁ...DUGLEG STELPA þegar að hún pissar/kúkar í koppinn/klóið, og í morgun þegar að við mæðgurnar fórum saman á klósettið og það fór að koma ssssssssss hljóð hjá mér sagði Hekla María "Vááá mamma....dulee depa!!" og brosti allann hringinn.
Ef að það er eitthvað sem að bræðir foreldra þá er það eitthvað svona!!!!
Jæja þetta er farið að líkjast frekar þurri upptalningu, og ég er farin að þrá bólið mitt. Hér eru allir farnir að sofa og bíða spenntir eftir morgundeginum, þegar að það á að fara í ratleik, og karlarnir EIGA að taka virkann þátt í leikjunum.
Knús knús þar til á morgun eða hinn, set þá inn eitthverjar myndir
Unnur nátthrafn og ílustrá, með meiru!!!!!
2 comments:
mér finnst kerran GEÐVEIKT KÚL!!! njóttu þess að eiga svona flotta kerru maður! svonalagað sést ekki oft!
You could easily be making money online in the hush-hush world of [URL=http://www.www.blackhatmoneymaker.com]blackhat make money[/URL], It's not a big surprise if you haven’t heard of it before. Blackhat marketing uses not-so-popular or little-understood avenues to generate an income online.
Post a Comment