Status vikunnar!!!
Hó hó.
Nú er allt að gerast hér úti hjá okkur....brumið sem loksins kom á trén í síðustu viku er að verða af laufblöðum....svo að nú er sko sumarið að koma...Júbííííí. Þá er bara að fara að maka á sig brúnkukreminu í massavís svo að sólin fari ekki hjá sér þegar að Unnur kemur tiplandi á pínupilsinu með skjannahvítu gegnsæu húðina sína. Ég líki alltaf húðinni á mér saman við medisterpulsurnar sem að sjást í kjötborðiunum hér...þessar hráu....oooj :)
Annars endaði helgin vel hjá okkur. Það var svona surprise partý hjá okkur á laugardagskvöldið. Gunni, Þórunn og Gunni og Sigga grilluðu hjá okkur því að það var svo yndislegt veðrið, og sökum hita rann hvítvínið ótrúlega vel niður og áður en að við vissum af voru hátalararnir komnir út í garð, og við farin að keppast um hver syngi hærra og fallegra...hmmm (ég var með smá móral í gær!!!). Daði frændi kom líka aðeins í heimsókn og við entumst úti í garði til kl 02:30 um nóttina. Skide hyggeligt...eins og Daði segir alltaf.
Fyrir 2 árum hafði hún Iben orð á því að við Íslendingar værum nú dálítið skrítin. Leið og það hættir að frysta á næturnar erum við komin út í garð að grilla og sitjum svo bara þar þó að það sé skítkalt, í lobbunum, með teppi og í útlileigustemmningunni!!!! Henni fannst þetta allavega eitthvað einkennandi við Íslendinga....við hljótum bara að vera svona gasalega mikil náttúrubörn.
Ég gerðist svo svakalega bjartsýn hér um daginn að ég skráði mig á Jóganámskeið, svona byrjendanámskeið. 8 skipti, 1x í viku, þar sem að maður lærir að anda og svona. Þetta er náttúrulega alveg til háborinnar skammar að vera á "tvítugsaldri" og ná ekki einusinni í tærnar á sér!!! Svo er planið að halda áfram í haust þegar að búið er að ná undirstöðuatriðunum. Og ég doflaði hana Siggu, 5 barna, með mér. Ég hef líka heyrt því fleygt að Jói eigi að fá eitthvað pósitíft út úr þessu öllusaman , svo að hann hvetur mig eindregið til að skella mér!!!! ;)
Jæja látum það duga af fjaðrafoki í bili!!!
Feðgarnir eru á sundæfingu, og við mæðgurnar ætlum að malla karrýrækjurétt, ala Gunna í matinn
knús knús og stóóórt kram
No comments:
Post a Comment