Saturday, April 08, 2006





















Jæja hvernig væri nú að fara að hrópa 3x húrra fyrir mér!!!!Bara búin að skrifa 2x á síðustu 3 dögum. Ma og pa eru komin og það er æði :) Rauðvín með matnum og hyggerí fram eftir kvöldi. Börnin eru bara að njóta þess að fá óskipta athygli þeirra, þó að litla systir mín sé nú frekar fúl yfir því að það eru bara til 3 barnastólar í húsinu og hún VERÐUR að sitja á fullorinsstól. Hekla María er búin að einoka mömmu og ég hef ekki þurft að skipta um kúkableyju síðan að þau komu. Viktor Máni er ánægður með Sigga afa á landróvernum og malar stöðugt allann daginn. Pabbi á nú dálítið erfitt með að skilja alltaf hvað hann segir en leggur sig allan fram. Og Björn og Ninna eru sem eitt. Og viti menn...og konur , haldið þið ekki að við höfum bara verið að fá tilboð með póstinum í dag í íbúð á Næssundvej 58 sem nr 2 í röðinni
Við ætlum að bruna þangað uppeftir á morgun og gá hvort að það sé nógu fínn garður við okkar hæfi, og ætli við segjum þá ekki bara já við íbúðinni. Þá erum við komin nær, Daða okkar og Iben, og Eydísi og Björn þarf rétt að fara út úr dyrunum til að komast í skólann. Svo er nú alveg tíbískt ,með okkar heppni að við fáum hana ekki...en þetta kemur allt með seiglunni og þolinmæðinni :)
Jæja rúmið kallar :)
knúsi knúsi rúsi búsi.......

No comments: