Tuesday, February 27, 2007
















Jæja það er alltaf sama lífið og fjörið á heimilinu. Það eru ekki margar stundirnar, þar sem að lognmolla ríkir. Ef að Katla María er ekki að kalla á meiri mat, skammast Björn yfir því að fá ekki það sem hann vill, eða við hlaupum hér fram og til baka, skeinandi hina ýmsustu rassa, skiptandi á skítableyjum. Hekla María tekur "stóra systir"















Hlutverkinu mjög alvarlega, eins og gefur að skilja og styður mömmu sína af fullum hug í brjóstagjöfum og strokum á litlu systur. Viktor Máni ætlar að verða kokkur og sinnir því að mikilli alúð að fá að elda hér kvöldmat.



















Ég var að útskýra það fyrir Heklu og Vitkori Mána að þegar að "mamma" borðar sterkan mat, kemur maturinn sem ég borða í mjólkina fyrir litlu systur, og þá fær hún illt í magann. Ef ég borða popp, verður poppbargð af mjólkinni hennar Kötlu Maríu.....
Hekla María kom til mín í gær og sagði mér að Katla María(dúkkan hennar) fær að drekka úr brjóstunum hennar. Og í hennar brjóstum er hægt að fá Mjólk, djús og popp. Hér erum við mæðgur saman að gefa brjóst, ég Kötlu Maríu og Hekla "sinni" Kötlu Maríu :)




















Núverandi "heimasæta" heimilisins.











Svo er það hann Viktor Máni. Hann getur einfaldlega ekki beðið eftir að fara í skóla. Lærir á hverjum einasta degi. Hann er orðinn hundleiður á því að vera á leikskólanum. Spyr alla vikudagana......"mamma hvað þarf ég að fara orft í leikskólann áður en það er frí"????? Greyið, og hann á 1 1/2 vetur eftir. Og svo er maður að verða 5 ára á föstudaginn í næstu viku. Spurning hvort að Sigrún komi með pjakkinn sinn þá.....(hún er altså sett þann 9)
Annars er allt gott að frétta. Mömmuklúbbur í dag, voða huggó. Smakkaði rosalega gott salat. (eins gott að ég á ekki uppskriftina af því.....;))
Snjórinn er að fara....loksins. Ég er búin að vera veðurteppt hér heima í HEILA viku!!!!! Alveg að fríka út.
Ætla nú að reyna að tappa bara úr dekkjunum á barnavagninum á morgun og sjá hvort að ég get komist yfir alla skaflana og kíkt á Aldísi á morgun, áður en ég enda inni á klepp. Ég væri löngu orðin skizo ef að ég byggi á vestjförðunum, eða Grænlandi þar sem að fært er á næstu bæi nokkra mánuði á ári!!!
Jæja maturinn kallar...verð að fóðra litlu dýrin mín og karlinn
Knús Unnur

4 comments:

Anonymous said...

Hæ hæ .Alltaf gaman að frétta af ykkur og sjá myndir.Endilega sendið myndir nógu oft svo ég geti fylgst með ykkur.Kossar og knús frá okkur .Bæ bæ amma Stína.

Anonymous said...

Sæta fólk!!

knúsar,

Skvís-ur

Anonymous said...

oh my god hvað þau eru algert æði! til hamingju með nafnið það er bara pretty, bjútífúl stelpa veit bara ekki hverjum hún líkist. Skrýtið nú eigið þið 4 eintök og öll í sitt hvora áttina, ekkert líkt. Hver er eiginlega pabbinn af þessari??? Mínar bestu kveðjur til ykkra allra. Lovejúall. RBS.

Anonymous said...

Hæhæ
Mikið ofboðslega eru systurnar líkar!!!
Ég skil þig svo vel Unnsa...eftir heila viku inni langar manni til að kíkja í einsog einn karate tíma eða svo...Jón segir að þetta fylgi því að vera kona ætli maður verði ekki að sætta sig við þetta.Ég get allavega ekki beðið eftir að fara að vinna;)
Vildi svo innilega að við kæmum til ykkar í sumar en við stefnum á næsta sumar 2008

kossar og knús
Ester,Jón og strákarnir
(ps.það er bara alls ekki hægt að ná í ykkur í síma;D)