Monday, February 12, 2007

13. Febrúar

Það hafðist loksins að taka óléttumyndir af frúnni ;). En náðist ekki að ná bumbumyndum (af berri bumbunni) Framtakssemin er svo gífurleg. Það var búið að ákveða að taka rosa flottar, svarthvítar myndir og ég veit ekki hvað og hvað...en þetta varð afraksturinn. Eins og sést er ég ekki með stærstu bumbuna í bænum..... en það komust þó allir þessir sentimetrar og öll þessi grömm, fyrir þarna inni. Reyndar skilst mér að legvatnið hafi verið nánast ekkert sem kom með dömuni í heiminn.





Það er ekki hægt að segja annað en að stóra systirin sé stolt af litlu systir.
'Eg átti svona bleikan galla, alveg eins og snúllan er í, bara í stærð 50 sem er allt of lítið á litlu. Svo ég ákvað að gefa Heklu Maríu hann á "barnið" sitt, en nei það var nú ekki eins og að setja gallann á alvöru barn. Henni finnst dúkkurnar sínar ekkert spennandi lengur...Þær eru ekki lifandi!!!!



Í heimferðarfötunum og í fyrsta skipti með snuð, 2-ja daga gömul. Snuðið tók hún fegins hendi, enda er hún með ansi mikla sogþörf greyið.









Sofnaði leið og hún fékk snuðið í fyrsta skipti










Verið að fara í hrein föt.










Og svo sefur maður bara aðeins meira.....ZZZzzzz











Komin í vögguna sína






Takk, takk kærlega fyrir allar hamingjuóskirnar :)
Allt gengur þetta enn eins og í sögu. prinsessann sefur bara og drekkur, opnar augun í 1-2 mínútur öðru hvoru og svo nennir hún ekki meir og fer að sofa aftur.
Mjólkin er komin og líkist ég Pamelu Anderson, þessar stundirnar :D (maður verður bara hálf feiminn við sjálfan sig ;) ) En svo framalega sem brjóstin eru í nálægð þá er prinsessan hamingjusöm. Fæðingin gekk eins og í sögu, það fjórða er allt öðruvísi en hin, eins og eitthver sagði!!! Mín hraðasta fæðing ind til videre var 24 tímar, en nú var ég 6 tíma og sló öll met :D, slapp við bróderingu og er næstum til í tuskið aftur ;) nei kannski ekki alveg...en ég er næstum búin að gleyma hvað þetta var vont.
Og það merkilegasta við þetta allt saman , er að eins og ég var nú orðin þreytt á rifbeinaverkjum,gillinæð, þreytt og pirruð.....þá sakna ég bumbunnar, og finnst það hræðilegt að ég eigi aldrei eftir að verða ólétt aftur, finna spörkin, vera með lítið barn. Ég hugsa á hverjum degi " pældu í Unnur...þetta er síðasta skipti sem þú ert með 1-2-ja/3-ja daga gamalt barn!!!" Haldið að maður sé klikkaður. Og Jói sagði bara " Óboy óboy...þetta kallar á fimmta barnið!!!"
Jæja en ætla að fara að knúsa snúllunna...ég má ekki missa meira frá henni. (Jói greyið er hálf abbó, hann fær ekkert að njóta hennar ;) )

Knúsur Unnur ungamamma

3 comments:

Unknown said...

æðislegar myndir, kannast nú alveg við það að sakna bumbunar og tilhugsunin um að eignast ekki aftur ungabarn. En það svosem venst, geri svo ráð fyrir að Bára systir reddi mér þegar ég verð aðfram komin af egghljóðum ;)

knús

Berglind

Anonymous said...

Hva..af hverju að hætta núna?! Þið þurfið hvort sem er stærri bíl!

Takk fyrir að svala forvitni minni með þessum æðislegum myndum af ykkur! Bara æðislegt og ég sé Heklu Maríu alveg fyrir mér í mömmuhlutverkinu!! Svo mikil madama!thíthí!

Knús og klemmur,

Skvís-ur

Anonymous said...

Innilega til hamingju með nýjasta fjölskyldumeðliminn, hún er algjört æði. Greinilega með fjölskyldusvipinn frá fyrstu stundu.
Bestu kveðjur frá Vilsundvej