Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn
Nýkomin í heiminn og á túttuna á mömmu sinni. Uhmmm nammi, saug eins og herforingi frá fyrstu mínútu enda girnilegar túttur. Fæddist 10. febrúar kl. 01:18, 3 tímum eftir komuna niður á fæðingardeild. Unnur stóð sig eins og hetja enda að verða með þeim vanari í bransanum. 3850 grömm og 55 cm, sådan.
Nýkomin og að furða sig á hvað sé að gerast í kringum sig. Er hann virkilega pabbi minn þessi nörd sem að er að taka mynd.
Seinna sama dag kom restin af fjölskyldunni í heimsókn. Allir vildu prófa að halda á litlu systir. Hekla María ægilega ánægð með litlu systir, strákarnir máttu helst ekkert vera að skifta sér af henni.
Björn stóri bróðir með minnstu systir.
Og Viktor Máni prófaði auðvitað líka.
Pabbi að rembast við að klæða mig, dálítið klaufskur enda dottinn úr æfingu. En þetta hafðist nú alveg:)
6 comments:
Ohh Elsku fjölskylda!!! Innilega til hamingju með nýjustu prinsessuna. Hún er algert augnayndi. Hlakka til að heyra frá ykkur (er búin að reyna að ná í ykkur en það er annað mál!!!)Megaknús frá okkur öllum hérna á Frónni. RBS og fjölskylda.
frábærar myndir og myndar stelpa..enda ekki von á öðru.
Aftur...til hamingju
knús
Berglind
HJARTANLEGA TIL HAMINGJU :) ...... EKKERT SMA FLOTT HJA YKKUR
Elsku Unnur og Jói.
Hún er alger draumur, ekkert smá mikil dúlla.
Innilega til hamingju.
Knús og kram
Aldís & Víðir
Gvöð hvað þið eruð öll yndislega falleg og sæt! Hvernig farið þið að eiga svona falleg börn!!?
Knúþþar frá Skvís-um
Elsku Unnur, Jói og börn!
Innilega til hamingju með litlu prinsessuna. Mikið er hún falleg.
Kærar kveðjur
Unnur, Snorri og börn.
Post a Comment