Friday, May 18, 2007

Styttist í heimferð :)

það styttist óðfluga í Íslandsferð og við Jói erum komin með spenningshnút í magann, okkur hlakkar svo til að fara í siglinguna með Norrænu. Ég þarf að fara að setjast niður og ákveða hvað á að fara með....það er víst ekki endalaust pláss í strumpastrædóinum, þegar að hann er fullur af strumpum,ásamt því að við tökum auka strump með okkur til DK aftur.
Alveg er ég ekki að þola ástand mitt þessa dagna. Einn daginn vil ég bara flytja heim til Íslands, annann vil ég vera hér í DK þar til ég er búin að læra..... úff hvað ég hringsnýst marga hringi...

Matjurtargaðruinn minn er kominn á fullt skrið svo að ég vona bara að hann lifi Íslandsferðina af.

Viktor Máni og Hekla María fóru til Karenar "ömmu" síðustu helgi og gistu, því að við vorum með matarklúbb. Björn fór með skólanum í "overnatning" og var búinn að hlakka til í margar vikur. Þegar að ég vaknaði á föstudagsmorguninn var hann sjálfur búinn að pakka niður því sem að stóð á listanum, og til í slaginn :) Þegar að við sóttum hann á laugardagsmorguninn, mætti okkur glaður og brosandi sætur strákur, alveg ofsalega ánægður með ferðina.

Viktor Máni missti sína fyrstu tönn á laugardagsmorgninum 12/5 og er hann ennþá með eina tönn sem að er alveg að detta. Hann er alveg ofsalega ánægður með að vera orðinn stór strákur. Honum finnst hann hafa stækkað um allavega 2 ár við að missa tönnina, og er næstum orðinn gjaldgengur til að leika með stóru strákunum. Hann var reyndar svo ánægður með tönnina sína að við máttum ekki geyma hana fyrir hann og áður en dagurinn var yfir, var hann búinn að týna henni sjálfur :( Það hófst mikil sorg, en það bætti allt að í næstu tiltekt fannst tönnin og henni stungið undir koddann, svo að tannálfurinn gæti komið og fengið hana......þó að það væri 5 dögum seinna.....

Það er löng fríhelgi hjá öllum núna. Jói og börnin voru í fríi fimmtudag, föstudag og svo helgina. Í dag erum við á leið í þrítugsafmæli til Björns, dansks vinar okkar.Það verður eitthvað ægilegt húllumhæ ef ég þekki hann rétt :) Við tökum náttúrulega öll börin með eins og okkar er venja.

Katla María heldur áfram að þroskast á fullu. Nú er hún farin að éta á sér hendurnar og tegja sig í hluti sem hanga fyrir ofan hana í leikgrindinni. Hún er reyndar búin að vera fekar erfið við mömmu sína á næturnar síðustu vikuna. Hún er allt í einu farin að vakna 5-7 sinnum yfir nóttina svo að það er ekki skrítið að ég sé krónískt þreytt :(. Svo get ég aldrei hunskast til að leggja mig á daginn þegar að hún sefur.... Annars er hún afskaplega glöð og broshýr stelpa. Ég fór með hana í viktun síðasta þriðjudag, þá 3-ja mánaða...hún var 6800 gr og 66 sm. Er eiginlega bara í sömu hlutföllum og Hekla María stóra systir sín var. Jói kallar Kötlu Maríu fyrir "litlu fitubolluna sína". Hún þrífst allavega vel.

Síðasta laugardag var júróvísjón og Stebbi og Maja komu í heimsókn. Þau eru að flytja til Dannmerkur, aðeins sunnar en við erum eða alla leið til Vejen, sem liggur milli Esbjerg og Kolding. Það var æðislegt að fá þau í heimsókn.....endilga komið sem fyrst aftur :)

Svo voru vinir okkar Daði & Iben að kaupa sér hús hér við endann á götunni, svo það verður æðislegt að hafa þau í nágrenninu. Iben,Malthe og Abeline komu til Álaborgar í síðustu viku, því að Iben var að skrifa undir húsakaupin. Viktor Máni og Malthe léku saman eins og þeir hefðu hist síðast í síðustu viku. Malthe kom hingað og var hjá okkur í 2 daga.
Það var einmitt eftir að Daði & Iben keyptu húsið sitt að ég snérist enn eina ferðina varðandi heimflutning...nú þegar að þau eru að koma og við getum verið saman með vinum okkar hér....ef við flytjum heim...getum við ekki hitt þau, og viktor Máni ekki hitt Malthe vin sinn....hvað með alla dönsku vini okkar...þegar að við flytjum heim, er ekkert víst að við hittum þau nokkurntíma aftur...hvað með...hvað ef...hvað...hvað....OOOHhhhhh hvað þetta er erfitt...!!!hmmmmrffffff...mæli ekki með að flytja svona lengi til útlanda...maður verður allt of rótlaus...er maður meiri íslendingur en dani....(jú að sjálfsögu)...en þetta er bara ansk. erfitt. Við eigum nú orðið heilmikið líf hér!!!!

knúsur & Klemmur Unnur flækjufótur :S

No comments: