Tönn nr. 2 farin :)
Jæja nú er litli krúsinmundurinn minn búinn að missa 2 tennur. Sú seinni datt í gær:) Sjæs hvað hann er montinn!!!...og nú fékk pabbi lov til að geyma tönnina svo að tannálfurinn gæti komið í heimsókn í nótt... Vitkor Máni græddi 30 krónur.
Strákarnir voru í rannsóknarferð hér úti í skúr. Það er ástfangið svartþrastarpar búið að byggja sér hreiður undir þakskegginu. Niðurstaðan var að þrestirnir eru enn í byggingarstarfsemi, engin egg eða ungar :(
Ætli það sé ekki verið að rífast um uppröðun á skilveggjum. Hvernig er það annars með fulglana. Ætli það sé eins og með mannfólkið, rifist um hvernig heimilið á að líta út???
Hafið góðann Sunnudag!!
1 comment:
Vá en gaman, gaman væri að fá mynd af STÓRA tannlausa stráknum. Þetta með þrestina er ekkert öðruvísi en með mannfólkið skal ég segja þér. Það er greynilega alltaf að fjölga í kringum ykkur. :)
Hlakka til að fá ykkur.
Knús mamma
Post a Comment