Súbbinn seldur!!!!....buhuuu
Jæja þá eru sko heldur betur kaflaskipti í lífi okkar hér í veldi Dana!!!! SÚBBINN GÓÐI ER SELDUR!!!! (Og fengu færri en vildu ;) )
Við settum inn auglýsingu í fyrradag og í gær hringdi maður og keypti bílinn á 14.000 í gegnum símann án þess að skoða hann!! SÚBBANN MINN!!!!!
Maðurinn kom svo í morgun og náði í kaggann og tjáðu okkur það að hann yrði seldur til Úkraínu....sniff sniff...súbbinn minn. Og svo sagði karlinn einnig að þegar að bíllinn færi út úr landinu, fengi hann um 17.000 af tollinum af honum til baka. Svo bjáninn fær borgað með bílnum.
Mér líður eins og ég hafi verið að selja hluta af sálinni minni. Þessi öndvegis bíll, er búinn að vera hluti af okkur fjölskyldunni í 5 ár. En við getum allavega verið ánægð að hafa keypt hann á 20.000 og seldum hann á 14.000 í dag, 5 árum seinna!!!!! Það eru ekki mikil afföll......
Annars erum við fjölskyldan búin að vera í rólegheitunum um helgina. Ég tók til í garðinumog reytti arfa í matjurtargarðinum, áður en það fór að rigna í gær, sáði grasi og áburði og gerði sitt lítið af hverju.
Svo fórum við á ruslahaugana í gær og ég fann líka þennann öndvegis bast stól, sem að ég tók með heim. (nú gerir Jói bara grín af mér ....."hirði bara allt á ruslahaugunum"....
Nágranni okkar var að detta inn úr dyrunum... mjög fyndinn 7 ára drengur. Hann kemur, parkerar hjólinu, labbar inn , fer úr skónum og veður bara inn.....altså án þess að banka eða nokkurn skapaðann hlut. Eins gott að maður sé ekki á fullu að eðla sig einn daginn....fyrir hann ...hihi
kveðja unnur...vængbrotna
1 comment:
Rosalega er þetta flott síða hjá þér Unnur mín.
Ef þig vantar aukapening þá geturðu alltaf tekið að þér heimasíðugerð:)
Hlakka til að sjá ykkur.
Knús mamma
Post a Comment