Norræna 11 dagar, Ísland 14 dagar....
Jæja það hefur styðst um einn dag í siglingardag...það mætti halda að við séum að fara að sigla um karabíska hafið, tilhlökkunin er svo mikil. Sólgleraugun fara allavega með, þó ég þurfi að vera með lopahúfu og í síðum nærum.
Mamma sendi mér sms í gær...það var alhvít jörð...Brrrr. Við erum á sumardekkjunum og ég neita að fara að setja vetrardekkin undir. Það væri bara dónaskapur að fara að bjóða okkur upp á hálku og snjó í byrjun júní!!!!! -svo er maður með heimþrá, sumarið búið að vera hér með minnst 15 stiga daghita í 5-6 vikur!!!-
Ég er svona aðeins búin að velta fyrir mér hvernig kvöldin verða í Norrænu. að sofa í pínu herbergi með 4 börn, mis málglöð og hávaðasöm. Hún Hekla María hefur sko erft Skriðufells þrýstinginn og talar eins og gjallrhorn sé í gangi. Svo að ég er aðeins búin að vera að hugsa...svæfa stóru börnin fyrst..og svo Kötlu Maríu á eftir....og svo verðum við Jói bara að horfa á sjónvarpið á "lydlös" allt kvöldið..eða bara fara að sofa með börnunum...ætli maður hafi ekki gott af því.
Annars var ég að hugsa áðan.....MÉR VANTAR MYNDIR AF OKKUR JÓA FRÁ BARNÆSKU.....eins og flest allir aðrir foreldrar, gerum við ekki annað en að dást að fegurð barna okkar. Skiljum ekkert í því hvernig við getum búið til svona svakalega falleg og fullkomin börn. Er alveg að vandræðast í því afhverju ég ætla ekki að eiga fleiri börn, þar sem að börnin mín eru svona agalega falleg.....væri synd ef við ekki gæfum heiminum fleiri falleg börn...hihi....
En mér bráðvantar að sjá hvernig frumgerðin (við foreldrarnir) litum út sem börn, svo að við getum hætt að rífast hver er líkur hvoru okkar og hvernig. -ÖMMUR....TAKIÐ ÞETTA TIL YKKAR OG FARIÐ AÐ GRAMSA Í SKÚFFUNUM EFTIR MYNDUM......
Ég fór með Kötlu Maríu til læknisins í dag í sprautu.(3-ja mán). Daman náttúrulega rúllaði þessu upp og sýndi engin viðbrögð við stungunni, talaði bara áfram við lækninn og ekkert mál, enda sannur Íslendingur eins og ég sagði við lækninn....puh...ja ja sagði hann bara og brosti :) En hún er óttalega aum greyið núna. Hún var stungin í hnakkann og það myndaðist smá bólga sem henni er illt í, og þar af leiðandi sefur hún illa því að það er vont að liggja á bólgunni....greyið :o(
Jæja ....Jói hamast hér úti við að sjæna Súbbann fyrir væntanlega kaupanda....fá færri en vilja ;o). hann skipti um tímakeðju í gærkvöldi...nú er hann að laga pústið....um helgina bónaði hann allann bílinn... Hann hefur aldrei dekrað svona við bílinn síðan að við fengum hann!!!
Við Katla María vorum boðnar í morgunbrauð til Aldísar og Balvins Márs í dag (fyrirgefðu Aldís ég er ekki alveg viss um hvor ég eigi að skrifa Márs eða Más..... :S....er enginn íslensku séní..)Ægilega huggulegt.
nú er sóffatími og ég ætla að njóta hanns....með prjónunum mínum (Jóa finnst þetta eins og að búa með 70. kerlingu.....) Börnin farin að hrjóta...nema Hekla María..hún er að dunda sér í rúmminu eins og venjulega...Nú eru náttfötin hennar bíkini buxur með bleikri blúndu og bikíni toppur sem passar á 1 árs.... :S .....ótrúleg skotta!!!!
jæja
3 comments:
Hæ krúslur.
Alltaf gaman ad forvitnast hvad thid erud ad gera, thó ég hitti ykkur mædgur næstum thví á hverjum degi og viti alveg hvad thid erud ad bralla.
Bestu kvedjur
Aldís - mamma Baldvins Más :)
hæ hæ .'Eg er búin að taka það til mín með mynd af Jóa ég á mynd sem er a4 blaði eigið þið hana ekki líka hann er alveg æðislega sætur ha ha ha.'Eg þirfti að vera komin að bóna bílinn það er svo gaman .Nú er bara rúm vika eftir til heimferðar,hún verður lengi að líða nei annard þetta líður fljótt.Hlakka til að sjá ykkur.Knús og margir kossar til allra.Bless bless.Stína.
ja hérna 4 stykki, það kalla ég dugnað. Til hamingju með það nýjasta, algjör gullmoli já eins og þau öll. Gangi þér vel í Norrænu!!!! Kannski maður sjái þig í þessari íslandsferð, hvar veit.
Kveðja Láretta
Post a Comment